Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2019 19:00 Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. Öryggisnefnd Félags atvinnuflugmanna, flugrekstraraðilar og fleiri hafa gagnrýnt að ekki skuli vera gert ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar alþjóðlegu varaflugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum í gildandi samgönguáætlun til næstu fimm ára. En stærstur hluti tekna flugvalla í rekstri ISAVIA koma frá Keflavíkurflugvelli en þeim hefur ekki verið deilt út til varaflugvallanna. „Við erum eyja og þess vegna þurfum við þegar við erum að byggja svona mikla starfsemi á fluginu í Keflavík að byggja upp varaflugvellina á sama tíma. Það ætti að hafa verið augljóst allan tímann. Frá þeirri leið var horfið árið 2009 þegar varaflugvallagjaldið var lagt af,“ segir Sigurður Ingi. Reyndar hafi gjaldið eingöngu verið fært inn í lendingargjöldin á Keflavíkurflugvelli. Því hefur verið haldið fram að EES reglur hindri að tekjur Keflavíkurflugvallar séu nýttir til annarra flugvalla en ráðherra segir svo ekki vera. Tryggja verði að varaflugvellirnir fylgi taktinum í uppbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Það hlýtur að vera forsenda fyrir uppbyggingu á öruggu flugi á Íslandi. Að því erum við að vinna,“ segir samgönguráðherra. Með núverandi stuðningi stjórnvalda við innanlandsflugvelli megi segja að verið sé að niðurgreiða millilandaflugið. „Við þurfum auðvitað líka að gæta þess mjög vel að uppbyggingin í Keflavík truflist ekki. Hún er líka mjög mikilvæg. En það þarf að vera jafnvægi þarna á milli,“ segir Sigurður Ingi. Ríkisstjórnir hafi stutt að opna fleiri gáttir inn í landið sem hafi gengið hvað best á Akureyri. Það sé því sérkennilegt að við alla stefnumótun meðal flugfólks og í athugasemdum við samgönguáætlanir hafi menn lagt ofuráherslu á að Egilsstaðir væru í forgangi. „Vegna þess að það er öruggara og auðveldara að fljúga þangað en til Akureyrar. Þess vegna verður það áfram pólitísk áskorun fyrir okkur í landsmálunum með fólkinu fyrir norðan að halda áfram þeirri uppbyggingu. Því hún er líka mjög mikilvæg,“ segir Sigurður Ingi. Þá sé einnig unnið að tillögum á útfærslu á svokallaðri skoskri leið til að styðja við innanlandsflugið. Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. Öryggisnefnd Félags atvinnuflugmanna, flugrekstraraðilar og fleiri hafa gagnrýnt að ekki skuli vera gert ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar alþjóðlegu varaflugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum í gildandi samgönguáætlun til næstu fimm ára. En stærstur hluti tekna flugvalla í rekstri ISAVIA koma frá Keflavíkurflugvelli en þeim hefur ekki verið deilt út til varaflugvallanna. „Við erum eyja og þess vegna þurfum við þegar við erum að byggja svona mikla starfsemi á fluginu í Keflavík að byggja upp varaflugvellina á sama tíma. Það ætti að hafa verið augljóst allan tímann. Frá þeirri leið var horfið árið 2009 þegar varaflugvallagjaldið var lagt af,“ segir Sigurður Ingi. Reyndar hafi gjaldið eingöngu verið fært inn í lendingargjöldin á Keflavíkurflugvelli. Því hefur verið haldið fram að EES reglur hindri að tekjur Keflavíkurflugvallar séu nýttir til annarra flugvalla en ráðherra segir svo ekki vera. Tryggja verði að varaflugvellirnir fylgi taktinum í uppbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Það hlýtur að vera forsenda fyrir uppbyggingu á öruggu flugi á Íslandi. Að því erum við að vinna,“ segir samgönguráðherra. Með núverandi stuðningi stjórnvalda við innanlandsflugvelli megi segja að verið sé að niðurgreiða millilandaflugið. „Við þurfum auðvitað líka að gæta þess mjög vel að uppbyggingin í Keflavík truflist ekki. Hún er líka mjög mikilvæg. En það þarf að vera jafnvægi þarna á milli,“ segir Sigurður Ingi. Ríkisstjórnir hafi stutt að opna fleiri gáttir inn í landið sem hafi gengið hvað best á Akureyri. Það sé því sérkennilegt að við alla stefnumótun meðal flugfólks og í athugasemdum við samgönguáætlanir hafi menn lagt ofuráherslu á að Egilsstaðir væru í forgangi. „Vegna þess að það er öruggara og auðveldara að fljúga þangað en til Akureyrar. Þess vegna verður það áfram pólitísk áskorun fyrir okkur í landsmálunum með fólkinu fyrir norðan að halda áfram þeirri uppbyggingu. Því hún er líka mjög mikilvæg,“ segir Sigurður Ingi. Þá sé einnig unnið að tillögum á útfærslu á svokallaðri skoskri leið til að styðja við innanlandsflugið.
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14
Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30