Krefjast vettvangsferðar í bústaðinn í Borgarfirði þar sem amfetamín var framleitt Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2019 12:15 Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. Vísir/Vilhelm Dómari í máli sem varðar stórfellda amfetamínframleiðslu mun ákveða í dag hvort hann ásamt saksóknara og verjendum fari í vettvangsferð í sumarbústaðabyggð í Borgarfirði. Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði. Var framleiðslan stöðvuð í umfangsmikilli aðgerð lögreglu sjöunda júní síðastliðinn. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Dagana fyrir handtökuna hafði lögreglu beitt rannsóknaraðferð sem hún kýs að kalla skyggingu. Er um að ræða aðgerð þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgdust með ferðum sakborninga úr fjarska. Þar á meðal komu lögreglumennirnir sér fyrir á sjónpóstum í grennd við sumarbústaðinn í Heyholti og fylgdust með ferðum og athæfi sakborninga.Vildu tvær vettvangsferðir Verjendur í málinu gerðu kröfu um tvær vettvangsferðir. Vildu þeir annars vegar fara að bílaleigu í Keflavík og hins vegar að sumarbústaðabyggðinni í Heyholti þar sem amfetamínframleiðslan var stöðvuð. Dómarinn í málinu útilokaði strax vettvangsferð að bílaleigunni en sagðist ætla að íhuga að fara í Heyholt. Mun dómarinn kynna ákvörðun sína í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Með vettvangsferðinni vilja verjendur að betri skilningur fáist á aðstæðum í Heyholti. Þremenningarnir sem eru ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna eru fyrrnefndur Alvar og Einar Jökull Einarsson, sem báðir hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu, ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni. Þeir hafa allir neitað sök. Þeir eru einnig ákærðir fyrir framleiðslu á 206 kannabisplöntum í Þykkvabæ. Einar og Margeir hafa neitað sök en Alvar játaði minniháttar hlutdeild í þeirri ræktun. Tveir karlmenn og ein kona gengust við ákærunni gegn þeim fyrir ræktun á kannabisplöntunum í síðasta mánuði og fengu skilorðsbundna dóma fyrir. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Dómari í máli sem varðar stórfellda amfetamínframleiðslu mun ákveða í dag hvort hann ásamt saksóknara og verjendum fari í vettvangsferð í sumarbústaðabyggð í Borgarfirði. Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði. Var framleiðslan stöðvuð í umfangsmikilli aðgerð lögreglu sjöunda júní síðastliðinn. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Dagana fyrir handtökuna hafði lögreglu beitt rannsóknaraðferð sem hún kýs að kalla skyggingu. Er um að ræða aðgerð þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgdust með ferðum sakborninga úr fjarska. Þar á meðal komu lögreglumennirnir sér fyrir á sjónpóstum í grennd við sumarbústaðinn í Heyholti og fylgdust með ferðum og athæfi sakborninga.Vildu tvær vettvangsferðir Verjendur í málinu gerðu kröfu um tvær vettvangsferðir. Vildu þeir annars vegar fara að bílaleigu í Keflavík og hins vegar að sumarbústaðabyggðinni í Heyholti þar sem amfetamínframleiðslan var stöðvuð. Dómarinn í málinu útilokaði strax vettvangsferð að bílaleigunni en sagðist ætla að íhuga að fara í Heyholt. Mun dómarinn kynna ákvörðun sína í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Með vettvangsferðinni vilja verjendur að betri skilningur fáist á aðstæðum í Heyholti. Þremenningarnir sem eru ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna eru fyrrnefndur Alvar og Einar Jökull Einarsson, sem báðir hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu, ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni. Þeir hafa allir neitað sök. Þeir eru einnig ákærðir fyrir framleiðslu á 206 kannabisplöntum í Þykkvabæ. Einar og Margeir hafa neitað sök en Alvar játaði minniháttar hlutdeild í þeirri ræktun. Tveir karlmenn og ein kona gengust við ákærunni gegn þeim fyrir ræktun á kannabisplöntunum í síðasta mánuði og fengu skilorðsbundna dóma fyrir.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira