Innlent

Vara við glærahálku í nótt og í fyrramálið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm

Vegagerðin varar við því að mikil hálka myndist líklega á vegum og gangstéttum sunnan- og suðvestanlands í nótt og í fyrramálið. Þar sé höfuðborgarsvæðið með talið. Kólna muni í nótt og fyrsta á blautum vegum.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður frost víðsvegar um landið á næstu dögum. Það verður þó minna og jafnvel frostlaust á Sunnanverðu landinu.

Veðurhorfur á landinu, samkvæmt Veðurstofu Íslands.

„Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s í kvöld. Slydda eða snjókoma með köflum SA-lands, en él á N- og A-landi.

Norðaustan 8-13 á Vestfjörðum og við SA-ströndina á morgun, annars hægari. Bjart með köflum, en snjókoma eða él SA-til. Frost víða 0 til 8 stig, en frostlaust við ströndina á S-verðu landinu.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.