Manchester City náði jafn­tefli á Ítalíu með Kyle Wal­ker í markinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Walker í markinu í kvöld.
Walker í markinu í kvöld. vísir/getty

Manchester City steig stórt skref í átt að 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Atalanta á útivelli.

Það stefndi í markasúpu er Raheem Sterling skoraði strax á sjöundu mínútu eftir laglegt samspil og flestir héldu þá að City myndi ganga á lagið.

Þeir fengu vítaspyrnu á 43. mínútu. Á punktinn steig Gabriel Jesus en hann skaut boltanum framhjá. Hörmuleg vítaspyrna og 1-0 í hálfleik.

Í hálfleiknum fór Ederson af velli og í markið kom Claudio Bravo. Á fjórðu mínútu síðari hálfleiks jafnaði Mario Pasalic metin með glæsilegum skalla.

Þegar níu mínútur voru eftir fór Bravo í glæfralegt úthlaup sem endaði með því að Bravo gerðist brotlegur og var sendur í sturtu. City markmannslausir og Kyle Walker var sendur af bekknum til þess að fara í markið.

Hann fékk ekkert mark á sig á þeim fimmtán mínútum sem voru eftir og lokatölur 1-1. City á toppi riðilsins með tíu stig en Atalanta er á botninum með eitt stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.