Óútskýrð ítrekuð kattadráp í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2019 12:15 Kattarmálið í Hveragerði er undarlegt en nokkrir kettir hafa drepist í bæjarfélaginu án skýringa. Grunurinn beinist að frostlegi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kettir halda áfram að drepast í Hveragerði án nokkurra skýringa en helsti dettur mönnum í hug að kettirnir drepist af völdum frostlögs. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir málið ótrúlega leiðinlegt og vill ekki trúa því að einhver sé að drepa ketti viljandi. Nokkrir kettir hafa drepist í Hveragerði á árinu á dularfullan hátt án skýringa. Bæjaryfirvöld hafa fengið nóg af málinu og hafa tekið það í sínar hendur. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri í Hveragerði. „Við höfum ákveðið hér hjá Hveragerðisbæ að kortleggja þetta mál með frostlögseitranir og erum búin að biðja þá sem að geta með óhyggjandi hætti sýnt fram á það að dýrin þeirra hafi dáið af þeim völdum að hafa samband við okkur svo við getum kortlagt það svæði sem um er að ræða“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri. Og hún bætir við. „Ef við sjáum að þetta sé algengara á einu svæði en öðru þá ætlum við að fara að kemba það svæði með það fyrir augun að kanna hvort það geti verið að frostlögur sé að leka úr bílum eða jafnvel úr snjóbræðslum til þess að geta allavega útilokað þann möguleika“. „Jú, þetta er ekkert skemmtilegt. Það vill engin standa í svona. En það er alveg ljós að við viljum gera allt sem við getum til að uppræta þetta og ætlum að gera það)“. Aldís Hafsteindsóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.En eru kettir ekki velkomnir í Hveragerði eins og önnur dýr? „Jú, ég er sjálf mjög hrifin af köttum og hef átt nokkra. Þeir eru að sjálfsögðu velkomnir hér og við munum ekki líða svona, samfélagið vill þetta ekki, þetta er ólöglegt. Lögreglan gerir það sem hún getur til að uppræta svona hegðun en við þurfum fyrst og fremst að kanna hvort þetta geti verið einhverskonar óviljaverk, að það sé að leka einhversstaðar frá“, segir Aldís. B réf sem Aldís skrifaði til bæjarbúa inn á Facbookarsíðu Hvergerðinga: „Í ljósi umræðunnar varðandi ketti vil ég koma eftirfarandi á framfæri við bæjarbúa: Ég hef rætt þetta mál enn og aftur við lögregluna. Lögreglan vill koma því á framfæri að ef að fólk hefur rökstuddan grun um að eitrað hafi verið fyrir dýrum þá verður viðkomandi eigandi/forráðamaður að hafa samband og tilkynna atburðinn strax til lögreglu. Þannig er hægt að skrá málin og vinna með þau í framhaldinu. Við ræddum þetta einnig hér á bæjarskrifstofunni og nú viljum við gjarnan að þeir eigendur sem misst hafa dýrin sín og staðfest hefur verið að sé af völdum frostlögs hafi samband við bæjarskrifstofu og tilkynni málið og gefi jafnframt upp nafn og heimilisfang og hvar dýrið fannst ef það fannst utan heimilis. EKki tilkynna sögusagnir því við viljum heyra frá eigendum. Við höfum hug á að kortleggja svæðið sem um ræðir og kanna hvort eitthvað finnist með því sem leitt getur okkur á rétt spor. Einnig viljum við gjarnan beina því til húseigenda í Hveragerði og þá sérstaklega í kringum Laufskóga, Dynskóga, Frumskóga og Bláskóga að fara vel yfir alla bíla og farartæki sem mögulega geta lekið frostlegi og einnig allar snjóbræðslur á svæðinu. Ef að fylla þarf frostlegi ítrekað á kerfi getur það bent til leka. Þegar við höfum kortlagt svæðið munum við grípa til frekari aðgerða og þá sérstaklega ef að eitthvað mynstur kemur í ljós. Einnig hefur okkur verið sagt frá því að mögulegt er að setja staðsetningartæki á gæludýr og með því skrá ferðir dýranna. Þannig væri auðveldlega hægt að skrá ferðir þeirra og finna út hvar þau komast í óþerra ef það gerist. Það mætti sjálfsagt reyna það en ég veit þó ekki hvar maður fær þannig græju. En sem sagt: senda upplýsingar á mottaka@hveragerdi. Yfirfara alla bíla og snjóbræðslur og aðra staði sem mögulega gætu lekið frostlegi“. Dýr Hveragerði Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Kettir halda áfram að drepast í Hveragerði án nokkurra skýringa en helsti dettur mönnum í hug að kettirnir drepist af völdum frostlögs. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir málið ótrúlega leiðinlegt og vill ekki trúa því að einhver sé að drepa ketti viljandi. Nokkrir kettir hafa drepist í Hveragerði á árinu á dularfullan hátt án skýringa. Bæjaryfirvöld hafa fengið nóg af málinu og hafa tekið það í sínar hendur. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri í Hveragerði. „Við höfum ákveðið hér hjá Hveragerðisbæ að kortleggja þetta mál með frostlögseitranir og erum búin að biðja þá sem að geta með óhyggjandi hætti sýnt fram á það að dýrin þeirra hafi dáið af þeim völdum að hafa samband við okkur svo við getum kortlagt það svæði sem um er að ræða“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri. Og hún bætir við. „Ef við sjáum að þetta sé algengara á einu svæði en öðru þá ætlum við að fara að kemba það svæði með það fyrir augun að kanna hvort það geti verið að frostlögur sé að leka úr bílum eða jafnvel úr snjóbræðslum til þess að geta allavega útilokað þann möguleika“. „Jú, þetta er ekkert skemmtilegt. Það vill engin standa í svona. En það er alveg ljós að við viljum gera allt sem við getum til að uppræta þetta og ætlum að gera það)“. Aldís Hafsteindsóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.En eru kettir ekki velkomnir í Hveragerði eins og önnur dýr? „Jú, ég er sjálf mjög hrifin af köttum og hef átt nokkra. Þeir eru að sjálfsögðu velkomnir hér og við munum ekki líða svona, samfélagið vill þetta ekki, þetta er ólöglegt. Lögreglan gerir það sem hún getur til að uppræta svona hegðun en við þurfum fyrst og fremst að kanna hvort þetta geti verið einhverskonar óviljaverk, að það sé að leka einhversstaðar frá“, segir Aldís. B réf sem Aldís skrifaði til bæjarbúa inn á Facbookarsíðu Hvergerðinga: „Í ljósi umræðunnar varðandi ketti vil ég koma eftirfarandi á framfæri við bæjarbúa: Ég hef rætt þetta mál enn og aftur við lögregluna. Lögreglan vill koma því á framfæri að ef að fólk hefur rökstuddan grun um að eitrað hafi verið fyrir dýrum þá verður viðkomandi eigandi/forráðamaður að hafa samband og tilkynna atburðinn strax til lögreglu. Þannig er hægt að skrá málin og vinna með þau í framhaldinu. Við ræddum þetta einnig hér á bæjarskrifstofunni og nú viljum við gjarnan að þeir eigendur sem misst hafa dýrin sín og staðfest hefur verið að sé af völdum frostlögs hafi samband við bæjarskrifstofu og tilkynni málið og gefi jafnframt upp nafn og heimilisfang og hvar dýrið fannst ef það fannst utan heimilis. EKki tilkynna sögusagnir því við viljum heyra frá eigendum. Við höfum hug á að kortleggja svæðið sem um ræðir og kanna hvort eitthvað finnist með því sem leitt getur okkur á rétt spor. Einnig viljum við gjarnan beina því til húseigenda í Hveragerði og þá sérstaklega í kringum Laufskóga, Dynskóga, Frumskóga og Bláskóga að fara vel yfir alla bíla og farartæki sem mögulega geta lekið frostlegi og einnig allar snjóbræðslur á svæðinu. Ef að fylla þarf frostlegi ítrekað á kerfi getur það bent til leka. Þegar við höfum kortlagt svæðið munum við grípa til frekari aðgerða og þá sérstaklega ef að eitthvað mynstur kemur í ljós. Einnig hefur okkur verið sagt frá því að mögulegt er að setja staðsetningartæki á gæludýr og með því skrá ferðir dýranna. Þannig væri auðveldlega hægt að skrá ferðir þeirra og finna út hvar þau komast í óþerra ef það gerist. Það mætti sjálfsagt reyna það en ég veit þó ekki hvar maður fær þannig græju. En sem sagt: senda upplýsingar á mottaka@hveragerdi. Yfirfara alla bíla og snjóbræðslur og aðra staði sem mögulega gætu lekið frostlegi“.
Dýr Hveragerði Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira