Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 12:17 Ingvar og Ída Mekkín túlka afa og barnabarn með látlausum tilþrifum í Hvítur, hvítur dagur. Þau tengdu strax þegar þau hittust og eru hinir mestu mátar og hafa ekki síður skemmt sér í eftirleiknum. MYND/PIERRE CAUDEVELLE Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. Hann segir tilnefninguna mikinn heiður. Verðlaunin verða afhent í 32. sinn í Berlín þann 7. desember. Á næsta ári fer verðlaunahátíðin fram í Reykjavík en hún er haldin annað hvert ár í Berlín og hitt árið öðrum evrópskum borgum. Tveir Íslendingar hafa hlotið verðlaun á hátíðinni – Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar og Björk Guðmundsdóttir sem besta leikkonan í Dancer in the Dark. Þá hafa nokkrir til viðbótar verið tilnefndir í gegnum tíðina en Ingvar sjálfur hefur áður verið tilnefndur, þá fyrir leik sinn í Englum alheimsins og í Kaldaljósi. Hann segir tilnefninguna vera mikinn heiður. „Hún er bara fín viðurkenning á því, eða eiginlega alveg stórkostleg viðurkenning, á því að við erum að fá athygli úti í heimi fyrir íslenska kvikmyndagerð og leik í kvikmyndum,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu. Auk Ingvars eru tilnefndir sem besti leikarinn þeir Antonio Banderas fyrir leik í myndinni Pain and Glory, Jean Dujardin, fyrir myndina An Officer and a Spy, Pierfrancesco Faciona fyrir The Traitor, Levan Gelbakhiani fyrir And Then We Danced og Alexander Scheer fyrir Gundermann. „Þetta er bara frábært að vera á þessum lista með þessum fimm spútnik leikurum frá Evrópu,“ segir Ingvar. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur vakið mikla athygli bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Sjálfur er Ingvar núna staddur í Hollandi að fylgja myndinni eftir. „Það er alltaf troðfullt hús og þeir færðu myndina í risastóran sal, stærsta salinn, því að það er búið að vera alltaf uppselt á myndina,“ segir Ingvar. Upplýsingar um allar tilnefningar er að finna á heimsíðu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. Hann segir tilnefninguna mikinn heiður. Verðlaunin verða afhent í 32. sinn í Berlín þann 7. desember. Á næsta ári fer verðlaunahátíðin fram í Reykjavík en hún er haldin annað hvert ár í Berlín og hitt árið öðrum evrópskum borgum. Tveir Íslendingar hafa hlotið verðlaun á hátíðinni – Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar og Björk Guðmundsdóttir sem besta leikkonan í Dancer in the Dark. Þá hafa nokkrir til viðbótar verið tilnefndir í gegnum tíðina en Ingvar sjálfur hefur áður verið tilnefndur, þá fyrir leik sinn í Englum alheimsins og í Kaldaljósi. Hann segir tilnefninguna vera mikinn heiður. „Hún er bara fín viðurkenning á því, eða eiginlega alveg stórkostleg viðurkenning, á því að við erum að fá athygli úti í heimi fyrir íslenska kvikmyndagerð og leik í kvikmyndum,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu. Auk Ingvars eru tilnefndir sem besti leikarinn þeir Antonio Banderas fyrir leik í myndinni Pain and Glory, Jean Dujardin, fyrir myndina An Officer and a Spy, Pierfrancesco Faciona fyrir The Traitor, Levan Gelbakhiani fyrir And Then We Danced og Alexander Scheer fyrir Gundermann. „Þetta er bara frábært að vera á þessum lista með þessum fimm spútnik leikurum frá Evrópu,“ segir Ingvar. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur vakið mikla athygli bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Sjálfur er Ingvar núna staddur í Hollandi að fylgja myndinni eftir. „Það er alltaf troðfullt hús og þeir færðu myndina í risastóran sal, stærsta salinn, því að það er búið að vera alltaf uppselt á myndina,“ segir Ingvar. Upplýsingar um allar tilnefningar er að finna á heimsíðu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira