Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2019 13:33 Dansarar á toppi Peak-fjalls í Hong Kong. Mynd/Hlynur Páll Fimmtán manna hópur frá Íslenska dansflokknum er nú staddur í Hong Kong þar sem hann mun sýna verkið Pottþétt myrkur á listahátíð þar í borg. Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. Í tilkynningu frá flokknum segir að ferðalagið til Hong Kong hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Um tíma hafi litið út fyrir að sumir myndu ekki komast til Hong Kong, meðal annars vegna vegabréfsvandræða. Þá hafi tvær ferðatöskur týnst á leiðinni, en á endanum hafi þó fólk og allur farangur skilað sér á áfangastað. „Andrúmsloftið í borginni er áþreifanlega spennuþrungið í skugga mótmælanna sem staðið hafa yfir frá því í sumar, en íbúar ræða engu að síður opinskátt og hispurslaust um ástandið við íslenska hópinn,“ segir í tilkynningunni. Mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong síðustu fjóra mánuði, en þau blossuðu upp eftir að stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu kynntu sérstakt framsalsfumvarp sem hefði heimilað framsal frá Hong Kong til meginlands Kína, Taívans og Maká.Út sýningunni Pottþétt myrkur.Íslenski dansflokkurinnPottþétt myrkur er samið af Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannssyni við frumsamda tónlist Sigur Rósar. Verkið verður sýnt á listahátíðinni World Culture’s Festival í Hong Kong og fara sýningar fram dagana 2. og 3. nóvember næstkomandi í Sheung Wan Civic Centre Theatre. Hátíðin fer fram á tveggja ára fresti og er þemað í ár Norðurlöndin og norrænir listamenn.Pottþétt myrkur var frumsýnt fyrir tæpu ári á Nýja sviði Borgarleikhússins. Verkið er lokakaflinn í fjórleik um myrkrið og berskjöldun mannslíkamans. Dans Hong Kong Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fimmtán manna hópur frá Íslenska dansflokknum er nú staddur í Hong Kong þar sem hann mun sýna verkið Pottþétt myrkur á listahátíð þar í borg. Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. Í tilkynningu frá flokknum segir að ferðalagið til Hong Kong hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Um tíma hafi litið út fyrir að sumir myndu ekki komast til Hong Kong, meðal annars vegna vegabréfsvandræða. Þá hafi tvær ferðatöskur týnst á leiðinni, en á endanum hafi þó fólk og allur farangur skilað sér á áfangastað. „Andrúmsloftið í borginni er áþreifanlega spennuþrungið í skugga mótmælanna sem staðið hafa yfir frá því í sumar, en íbúar ræða engu að síður opinskátt og hispurslaust um ástandið við íslenska hópinn,“ segir í tilkynningunni. Mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong síðustu fjóra mánuði, en þau blossuðu upp eftir að stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu kynntu sérstakt framsalsfumvarp sem hefði heimilað framsal frá Hong Kong til meginlands Kína, Taívans og Maká.Út sýningunni Pottþétt myrkur.Íslenski dansflokkurinnPottþétt myrkur er samið af Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannssyni við frumsamda tónlist Sigur Rósar. Verkið verður sýnt á listahátíðinni World Culture’s Festival í Hong Kong og fara sýningar fram dagana 2. og 3. nóvember næstkomandi í Sheung Wan Civic Centre Theatre. Hátíðin fer fram á tveggja ára fresti og er þemað í ár Norðurlöndin og norrænir listamenn.Pottþétt myrkur var frumsýnt fyrir tæpu ári á Nýja sviði Borgarleikhússins. Verkið er lokakaflinn í fjórleik um myrkrið og berskjöldun mannslíkamans.
Dans Hong Kong Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira