Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2019 13:33 Dansarar á toppi Peak-fjalls í Hong Kong. Mynd/Hlynur Páll Fimmtán manna hópur frá Íslenska dansflokknum er nú staddur í Hong Kong þar sem hann mun sýna verkið Pottþétt myrkur á listahátíð þar í borg. Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. Í tilkynningu frá flokknum segir að ferðalagið til Hong Kong hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Um tíma hafi litið út fyrir að sumir myndu ekki komast til Hong Kong, meðal annars vegna vegabréfsvandræða. Þá hafi tvær ferðatöskur týnst á leiðinni, en á endanum hafi þó fólk og allur farangur skilað sér á áfangastað. „Andrúmsloftið í borginni er áþreifanlega spennuþrungið í skugga mótmælanna sem staðið hafa yfir frá því í sumar, en íbúar ræða engu að síður opinskátt og hispurslaust um ástandið við íslenska hópinn,“ segir í tilkynningunni. Mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong síðustu fjóra mánuði, en þau blossuðu upp eftir að stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu kynntu sérstakt framsalsfumvarp sem hefði heimilað framsal frá Hong Kong til meginlands Kína, Taívans og Maká.Út sýningunni Pottþétt myrkur.Íslenski dansflokkurinnPottþétt myrkur er samið af Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannssyni við frumsamda tónlist Sigur Rósar. Verkið verður sýnt á listahátíðinni World Culture’s Festival í Hong Kong og fara sýningar fram dagana 2. og 3. nóvember næstkomandi í Sheung Wan Civic Centre Theatre. Hátíðin fer fram á tveggja ára fresti og er þemað í ár Norðurlöndin og norrænir listamenn.Pottþétt myrkur var frumsýnt fyrir tæpu ári á Nýja sviði Borgarleikhússins. Verkið er lokakaflinn í fjórleik um myrkrið og berskjöldun mannslíkamans. Dans Hong Kong Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fimmtán manna hópur frá Íslenska dansflokknum er nú staddur í Hong Kong þar sem hann mun sýna verkið Pottþétt myrkur á listahátíð þar í borg. Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. Í tilkynningu frá flokknum segir að ferðalagið til Hong Kong hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Um tíma hafi litið út fyrir að sumir myndu ekki komast til Hong Kong, meðal annars vegna vegabréfsvandræða. Þá hafi tvær ferðatöskur týnst á leiðinni, en á endanum hafi þó fólk og allur farangur skilað sér á áfangastað. „Andrúmsloftið í borginni er áþreifanlega spennuþrungið í skugga mótmælanna sem staðið hafa yfir frá því í sumar, en íbúar ræða engu að síður opinskátt og hispurslaust um ástandið við íslenska hópinn,“ segir í tilkynningunni. Mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong síðustu fjóra mánuði, en þau blossuðu upp eftir að stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu kynntu sérstakt framsalsfumvarp sem hefði heimilað framsal frá Hong Kong til meginlands Kína, Taívans og Maká.Út sýningunni Pottþétt myrkur.Íslenski dansflokkurinnPottþétt myrkur er samið af Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannssyni við frumsamda tónlist Sigur Rósar. Verkið verður sýnt á listahátíðinni World Culture’s Festival í Hong Kong og fara sýningar fram dagana 2. og 3. nóvember næstkomandi í Sheung Wan Civic Centre Theatre. Hátíðin fer fram á tveggja ára fresti og er þemað í ár Norðurlöndin og norrænir listamenn.Pottþétt myrkur var frumsýnt fyrir tæpu ári á Nýja sviði Borgarleikhússins. Verkið er lokakaflinn í fjórleik um myrkrið og berskjöldun mannslíkamans.
Dans Hong Kong Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira