Lífið

Frumsýning fyrstu íslensku gay vampírumyndarinnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gaukur Úlfarsson og Steindi Jr. leikstjórar myndarinnar á frumsýningunni.
Gaukur Úlfarsson og Steindi Jr. leikstjórar myndarinnar á frumsýningunni. Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir

Kvikmyndin Þorsti var frumsýnd á föstudagskvöld en hún er fyrsta íslenska „gay vampírumyndin,“ eins og Steinþór Hróar Steinþórsson, maðurinn á bak við myndina, kallar hana.

Steinþór, betur þekktur sem Steindi, segir að Sigurjón Sighvatsson, framleiðandi, hafi sagt honum og Gauki Úlfarssyni, leikstjóra, hvað „virki í dag“ og það sé víst þetta, gay vampírumynd. Þetta sagði Steindi á frumsýningu myndarinnar á föstudag en Ísland í dag fór og fylgdist með.

Myndin er gerð í samstarfi við Leikhópinn X, sem er leikhópur sem stofnaður var árið 2005. Steindi kynntist Hirti Sævari Steinasyni, aðalleikara myndarinnar við framleiðslu þáttanna Góðir landsmenn, sem sýndir voru á Stöð 2 í haust.

Leikhópurinn X hefur ekki setið auðum höndum en þau hafa bæði gert stutta „sketsa“ bæði á Facebook og YouTube og svo hafa þau skrifað handrit að sjónvarpsþáttaseríu.

„Það sem mér finnst vera svo skemmtilegt við þetta er að við náðum einhvern vegin að gera mynd á engum tíma. Rúmri viku! Við hugsuðum alltaf: „Guð skapaði heiminn á sjö dögum, við getum skapað þorsta á sjö dögum.“ Við erum ekki minni menn,“ segir Steindi.

Það koma margir þekktir Íslendingar fram í myndinni, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Herra Hnetusmjör, Aron Már Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og svo lengi mætti telja.

Mikil aðsókn var á frumsýninguna og komu svo margir að opna þurfti nýjan sal til að sýna myndina í.

Hér að neðan má sjá myndir frá frumsýningunni.

Emmsjé Gauti var hæst ánægður með sýninguna. Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir
Aron Már Ólafsson og Haraldur Stefánsson fóru með hlutverk í myndinni. Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir
Aron Can og Einar Örn skemmtu sér vel á sýningunni. Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir
Gaukur Úlfarsson, leikstjóri myndarinnar, og eiginkona hans Guðrún Olsen, framleiðandi myndarinnar. Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir
Aðstandendur myndarinnar voru stoltir af lokaútkomunni. Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir
Það var margt um manninn á frumsýningunni. Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir
Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri Hjartasteins, og eiginkona hans Ylfa. Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.