Lífið

Wit­her­spoon og Ani­ston endur­leika senu úr Fri­ends

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Witherspoon og Aniston endurleika senuna frægu.
Witherspoon og Aniston endurleika senuna frægu. instagram/skjáskot
Leikkonurnar Jennifer Aniston og Reese Witherspoon slóu á létta strengi í viðtali við Access Hollywood. Þær eru að kynna nýja sjónvarpsþætti þar sem þær fara með aðalhlutverk en þeir bera nafnið The Morning Show.Stöllurnar endurléku fræga senu úr þáttunum Friends en Witherspoon fór með hlutverk Jill Green, systur Rachel Green, sem Aniston lék á sínum tíma.Í senunni frægu ræða þær systur Ross Geller og verður samtalið spennuþrungið þegar Rachel segir Jill að hún megi ekki „fá“ Ross. Þá svarar Jill „Get ekki fengið?! Það eina sem ég get ekki fengið eru mjólkurvörur!“ og stormar út.

 
 
 
View this post on Instagram
One of the best parts of working with Jen is reliving my favorite lines from #FRIENDS! #theGreenSisters

A post shared by Reese Witherspoon (@reesewitherspoon) on Oct 18, 2019 at 8:54am PDTThe Morning Show verða sýndir á nýrri streymisveitu Apple, Apple TV+, og mun fyrsti þátturinn birtast 1. nóvember. Með aðalhlutverk í þáttunum fer einnig Steve Carell.Hægt er að horfa á upprunalegu senuna í spilaranum hér að neðan. Hún hefst á mínútu 7:00.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.