Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Sjálfgert barnaníðsefni, þar sem íslensk börn senda óprúttnum aðilum kynferðislegt myndefni af sér, kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi. Í kjölfarið er börnum oft hótað birtingu sendi þau ekki grófara efni. Dæmi eru um sjálfsvíg barna í Evrópu af þessum sökum, en fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig hittum við föður þriggja barna sem segir áform um lokun Kelduskóla-Korpu vera reiðarslag og ellefu ára stelpur sem hittu borgarstjóra í dag til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum á Sjómannaskólareitnum.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.