Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sjálfgert barnaníðsefni, þar sem íslensk börn senda óprúttnum aðilum kynferðislegt myndefni af sér, kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi. Í kjölfarið er börnum oft hótað birtingu sendi þau ekki grófara efni. Dæmi eru um sjálfsvíg barna í Evrópu af þessum sökum, en fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Einnig hittum við föður þriggja barna sem segir áform um lokun Kelduskóla-Korpu vera reiðarslag og ellefu ára stelpur sem hittu borgarstjóra í dag til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum á Sjómannaskólareitnum.Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.