Innlent

Með á­verka á höfði eftir að hafa dottið af hesti

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum vegna ölvunar- eða fíkniefnaaksturs í nótt.
Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum vegna ölvunar- eða fíkniefnaaksturs í nótt. Vísir/vilhelm
Kona hlaut áverka á höfði eftir að dottið af hesti við Kjóavelli í Garðabæ í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að tilkynningin hafi borist klukkan 18:55 og var konan flutt í sjúkrabíl og á bráðadeild Landspítalans. Þar segir ennfremur að konan hafi verið með meðvitund og samkvæmt uppplýsingum sé konan við ágætis líðan.

Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að skömmu eftir klukkan 23 í gærkvöldi hafi bíll verið stöðvaður í Katrínartúni í Reykjavík. Var ökumaðurinn, ung kona, grunuð um akstur áhrifum fíkniefna og að hafa ekið svipt ökuréttindum.

„Bæði farþegi og ökumaður eru grunuð um vörslu fíkniefna og hylmingu. Þau voru bæði vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Þá voru nokkrir ökumenn til viðbótar verið stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×