Fótbolti

Jóhannes gerði tveggja ára samning við Start

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhannes þykir hafa gert góða hluti með Start.
Jóhannes þykir hafa gert góða hluti með Start. vísir/stefán

Jóhannes Harðarson hefur skrifað undir samning við Start sem gildir út tímabilið 2021.

Jóhannes tók tímabundið við Start í vor og hefur gert afar góða hluti með liðið. Start er í 3. sæti norsku B-deildarinnar með 56 stig, þremur stigum á eftir Sandefjord sem er í 2. sætinu.

Tvö efstu liðin fara beint upp í norsku úrvalsdeildina en liðin í sætum 3-6 fara í umspil.

Jóhannes lék með Start á árunum 2004-08 og var aðstoðarþjálfari liðsins um tveggja ára skeið áður en hann tók við því í vor. Hann stýrði áður Flekkerøy í Noregi og ÍBV til skamms tíma.

Jóhannes er annar Skagamaðurinn sem stýrir Start. Guðjón Þórðarson var þjálfari liðsins í nokkra mánuði 2002.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.