Fótbolti

Jóhannes gerði tveggja ára samning við Start

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhannes þykir hafa gert góða hluti með Start.
Jóhannes þykir hafa gert góða hluti með Start. vísir/stefán
Jóhannes Harðarson hefur skrifað undir samning við Start sem gildir út tímabilið 2021.

Jóhannes tók tímabundið við Start í vor og hefur gert afar góða hluti með liðið. Start er í 3. sæti norsku B-deildarinnar með 56 stig, þremur stigum á eftir Sandefjord sem er í 2. sætinu.

Tvö efstu liðin fara beint upp í norsku úrvalsdeildina en liðin í sætum 3-6 fara í umspil.

Jóhannes lék með Start á árunum 2004-08 og var aðstoðarþjálfari liðsins um tveggja ára skeið áður en hann tók við því í vor. Hann stýrði áður Flekkerøy í Noregi og ÍBV til skamms tíma.

Jóhannes er annar Skagamaðurinn sem stýrir Start. Guðjón Þórðarson var þjálfari liðsins í nokkra mánuði 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×