Innlent

Helmingur landsmanna með litlar áhyggjur af þriðja orkupakkanum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Eins við mátti búast reyndist stuðningsfólk Viðreisnar (83%) og Samfylkingar (82%) líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast hafa litlar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakkans.
Eins við mátti búast reyndist stuðningsfólk Viðreisnar (83%) og Samfylkingar (82%) líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast hafa litlar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakkans.

Helmingur landsmanna kveðst hafa litlar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakkans sem samþykktur þar á haustþingi. Um þriðjungur, 34% hafði hins vegar miklar áhyggjur.

Þetta er á meðal niðurstæðna könnunar sem MMR framkvæmdi um áhrif þriðja orkupakkans.

Karlar (55% aðspurðra) reyndust mun líklegri en konur (43% aðspurðra) til að segjast hafa litlar áhyggjur af áhrifum orkupakkans á þjóðarhagsmuni Íslendinga.

Fjörutíu og eitt prósent karla sögðust hafa mjög litlar eða engar áhyggjur samanborið við 23% kvenna.

Eins við mátti búast reyndist stuðningsfólk Viðreisnar (83%) og Samfylkingar (82%) líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast hafa litlar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakkans. Stuðningsfólk Miðflokksins (90%) reyndist aftur á móti líklegast til að segjast hafa miklar áhyggjur en Miðflokkurinn var sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn innleiðingu orkupakkans og stóð fyrir langvarandi málþófi vegna málsins.

Spurt var: Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar?MMR

Sextíu og fjögur prósent þeirra sem kváðust styðja ríkisstjórnina sögðust hafa litlar áhyggjur af áhrifum orkupakkans á þjóðarhagsmuni samanborið við 39% þeirra sem sögðust ekki styðja ríkisstjórnina.

Fólk sem sagðist fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandins (80%) var mun líklegra til að segjast hafa litlar áhyggjur en það sem sagðist vera andvígt inngöngu.

Skoðanakönnunin var framkvæmd 9.-16. september en einstaklingar, 18 ára og eldri voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldi var 1045 einstaklingar.

Það skal athugað að allar niðurstöður hafa einhver vikmörk sem miðast við 1000 svarendur sem geta verið allt frá +/- 3,1%.


Tengdar fréttir

Forsetinn stað­festi þriðja orku­pakkann í dag

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, undirritaði og staðfesti tvenn lög í dag, lög um breytingu á raforkulögum og lög um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.