Innlent

Tillaga um sex borgarhátíðir

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Hinsegin dagar er ein borgarhátíðanna.
Hinsegin dagar er ein borgarhátíðanna. Fréttablaðið/Anton Brink
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur til við borgarráð að Myrkir músíkdagar og Reykjavík Dance Festival bætist í hóp borgarhátíða 2020-2022. Er það í samræmi við tillögu sérstaks faghóps.

Síðastliðin þrjú ár hafa fjórar hátíðir verið borgarhátíðir en það eru Hinsegin dagar, Hönnunarmars, Iceland Airwaves og RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lagt er til að halda samstarfinu áfram undir nafni borgarhátíða.

Gert er ráð fyrir að framlög til hátíðanna nemi alls 50 milljónum á ári. Þær fjórar sem fyrir eru borgarhátíðir fengju tíu milljónir hver en nýju hátíðirnar tvær fengju fimm milljónir hvor. Alls sóttu tíu hátíðir um samstarf við borgina. Þær fjórar sem ekki voru valdar samkvæmt tillögu faghópsins eru Jazzhátíð Reykjavíkur, List án landamæra, Lókal leiklistarhátíð og Stockfish.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×