Lífið

Plataður til að spyrja eftir Tess Tickle

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heldur óheppilegt nafn.
Heldur óheppilegt nafn.
Vinnustaðahrekkur eru alltaf vinsælir. Sumir heppnast vel og aðrir ekki.

Einn vinsælasti þráðurinn á Reddit um þessar mundir er myndband af vel heppnuðum hrekk. Myndbandið má finna á YouTube og ber heiti Is Tess there?

Þar má sjá karlmann í úthringistarfi hringja í konu að nafni Tess. Nánar tiltekið Tess Tickle og glöggir eru kannski búnir að átta sig á því að ef maður segir nafnið hratt er með í raun að lesa upp enska orðið yfir eistu.

Maðurinn áttar sig fljótlega á því hvað sé í gangi og vinnustaðurinn hreinlega springur úr hlátri. Konan hét auðvitað ekki Tess Tickle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×