Mál fjórmenninganna verður ekki tekið fyrir á þingi SGS Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2019 12:05 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir sambandið ekki hlutast til um einstök mál aðildarfélaga sinna. Fréttablaðið/Stefán Mál fjórmenninganna sem voru ýmist reknir eða eru í veikindaleyfi frá störfum hjá Eflingu stéttarfélagi verður ekki tekið fyrir á þingi Starfsgreinasambandsins í dag. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands segir að málið sé ekki með neinum hætti þinglegt. Sambandið hlutist ekki til um einstök mál aðildarfélaga sinna. Morgunblaðið greindi frá því í blaði dagsins að fjórir starfsmenn á skrifstofu Eflingar, sem hafa verið reknir eða eru í veikindaleyfi, hefðu sent skriflegt erindi til stjórnenda Starfsgreinasambands Íslands og óskað eftir því að málið yrði tekið fyrir á sjöunda þingi Starfsgreinasambandsins sem var sett á Hótel Reykjavík Natura í dag. Málið varðar þau Önnu Lisu Terrazas, Elínu Hönnu Kjartansdóttur, Kristjönu Valgeirsdóttur og Þráinn Hallgrímsson sem saka forystu Eflingar stéttarfélags um eineltistilburði. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, segir málið ekki eiga heima á þinginu. „Þetta erindi var sent nokkrum framkvæmdastjórnarmönnum og mér. Þetta er ekki með neinum hætti þingerindi eða þinglegt mál. Til þess að leggja mál hér fyrir þingið okkar þá þarf að gera það með ákveðnum fyrirvara. Starfsgreinasambandið hlutast ekkert til um einstök mál aðildarfélaga sinna og ég á ekki von á því að þetta verði tekið fyrir hér. Enda erum við að fjalla um stóra hluti; kjarasamningana og kjaramálin í landinu,“ segir Flosi. Það sé ekki til siðs að Starfsgreinasambandið hlutist til um innri málefni verkalýðsfélaganna. „Nei og engar heimildir til þess og enda eru þetta sjálfstæð lýðræðisleg félög sem hafa sínum málum eins og þau telja hvað best.“ Þess ber að geta að forysta Eflingar hafnar með öllu ásökunum fjórmenninganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir auk þess að ekkert nýtt sé í málinu. Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51 Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Mál fjórmenninganna sem voru ýmist reknir eða eru í veikindaleyfi frá störfum hjá Eflingu stéttarfélagi verður ekki tekið fyrir á þingi Starfsgreinasambandsins í dag. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands segir að málið sé ekki með neinum hætti þinglegt. Sambandið hlutist ekki til um einstök mál aðildarfélaga sinna. Morgunblaðið greindi frá því í blaði dagsins að fjórir starfsmenn á skrifstofu Eflingar, sem hafa verið reknir eða eru í veikindaleyfi, hefðu sent skriflegt erindi til stjórnenda Starfsgreinasambands Íslands og óskað eftir því að málið yrði tekið fyrir á sjöunda þingi Starfsgreinasambandsins sem var sett á Hótel Reykjavík Natura í dag. Málið varðar þau Önnu Lisu Terrazas, Elínu Hönnu Kjartansdóttur, Kristjönu Valgeirsdóttur og Þráinn Hallgrímsson sem saka forystu Eflingar stéttarfélags um eineltistilburði. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, segir málið ekki eiga heima á þinginu. „Þetta erindi var sent nokkrum framkvæmdastjórnarmönnum og mér. Þetta er ekki með neinum hætti þingerindi eða þinglegt mál. Til þess að leggja mál hér fyrir þingið okkar þá þarf að gera það með ákveðnum fyrirvara. Starfsgreinasambandið hlutast ekkert til um einstök mál aðildarfélaga sinna og ég á ekki von á því að þetta verði tekið fyrir hér. Enda erum við að fjalla um stóra hluti; kjarasamningana og kjaramálin í landinu,“ segir Flosi. Það sé ekki til siðs að Starfsgreinasambandið hlutist til um innri málefni verkalýðsfélaganna. „Nei og engar heimildir til þess og enda eru þetta sjálfstæð lýðræðisleg félög sem hafa sínum málum eins og þau telja hvað best.“ Þess ber að geta að forysta Eflingar hafnar með öllu ásökunum fjórmenninganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir auk þess að ekkert nýtt sé í málinu.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51 Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51
Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45
Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00