Sport

Í beinni í dag: Hörð toppbarátta í Serie A

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Inter Milan í beinni í dag.
Inter Milan í beinni í dag. vísir/getty

Fjórir fótboltaleikir eru á dagskrá sportstöðvanna í dag en alls eru tíu íþróttaviðburðir sýndir í beinni útsendingu í dag.

Leeds United heimsækir Sheffield Wednesday í fyrsta leik dagsins. Um algjöran toppbaráttuslag er að ræða þar sem einu stigi munar á liðunum í 2. og 3.sæti deildarinnar.

Ítalski boltinn verður fyrirferðamikill þar sem toppliðin tvö, Juventus og Inter Milan, verða í eldlínunni.

Þá er stórleikur í La Liga þar sem Atletico Madrid fær Athletic Bilbao í heimsókn. Sömuleiðis er áhugaverður handboltaleikur í Olís deild kvenna þar sem KA/Þór fær ÍBV í heimsókn.

Um nóttina er svo boðið upp á golf, bæði PGA og LPGA. 

Allar beinar útsendingarnar í dag sem og næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar í dag
11:25 Sheff Wed - Leeds (Sport)
12:00 UFC Fight Night: Maia vs. Askren (Sport 2)
12:55 Lecce - Juventus (Sport 3)
14:55 Formúla 1: Mexíkó - Æfing (Sport 3)
15:50 KA/Þór - ÍBV (Sport)
15:55 Inter - Parma (Sport 2)
17:50 Formúla 1 2019: Mexíkó - Tímataka (Sport)
18:55 Atletico Madrid - Athletic Bilbao (Sport 2)
02:30 The Zozo Championship (Golf)
03:00 LPGA Tour 2019 (Sport 4)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.