Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2019 19:15 Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda í sveitarstjórnum og vill að það sé haft með í ákvörðunartöku um málefni ungs fólks. Flest sveitarfélög á Suðurlandi eru með ungmennaráð þar sem unga fólkið reynir að koma sínum málum á dagskrá. Þetta koma meðal annars fram á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Hótel Geysi í lok vikunnar. Samhliða þinginu fimmtugasta aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga haldinn með þátttöku sveitarstjórnarmanna af öllu Suðurlandi. Mörg áhugaverð erindi voru haldin á ársþinginu en ávarp þeirra Nóa M. Jónssonar og Sólmundar Sigurðarsonar frá ungmennaráði Suðurlands vakti hvað mesta athygli. Þeir töluðu skýrt og létu sveitarstjórnarmenn heyra sína skoðun. „Í ykkar sveitarfélögum er stór hópur einstaklinga með skoðanir og hugmyndir, sem ættu alls ekki að vera hunsaðar. Það er eitthvað mikið bogið við þá hugmynd að móta stefnur og taka ákvarðanir, sem snerta ungmenni beint án þess að hafa rætt við þau eða hlustað á þau,“ sagði Nói í sínu ávarpi. Strákarnir komu víða við í erindi sínu, sem vakti mikla athygli hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi.Vísir/Magnús HlynurUngmennaráð Suðurlands, sem er sameiginlegt ungmennaráð fyrir öll sveitarfélög á Suðurland hefur unnið að ýmsum málum. Menntamál hafa verið ofarlega á baugi en unga fólkið vill að það sé undirbúið betur undir lífið í efstu bekkjum grunnskólans. „Það er þessi líffærni eins og við köllum hana, að leggja áherslu á markmiðasetningu og almenna samfélagskunnáttu og að bæta fjármálalæsi, sem er lífsnauðsynlegt tæki í áframhaldandi námi og lífi. Einnig myndum við vilja sjá aðstoð við nemendur með námsörðugleika í framhaldsskólum því það hlítur að vera markmið samfélagsins að virkja alla einstaklingana í samfélaginu. Hátt brottfall nemenda, á sérstaklega drengja í framhaldsskólum er eitthvað, sem við höfum miklar áhyggjur af og viljum breyta. Það er augljóslega einhver galli í kerfinu, það þarf greinilega að skoða það,“ bætti Nói við. Ungmennaráð Suðurlands hefur ákveðið að setja á ráðstefnu næsta haust í samráði við ungmennaráð sveitarfélaganna þar sem ræða á stöðu og framtíð unga fólksins þar sem hægt verður að fá greinargóða niðurstöðu á þinginu. Fulltrúar allra sveitarstjórna á Suðurlandi mættu á ársþingið, sem stóð yfir í tvo daga. Allir sveitarstjórnarmenn í Grímsnes og Grafningshreppi mættu til dæmis á þingið en á myndinni eru frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti, Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Vísir/Magnús Hlynur Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda í sveitarstjórnum og vill að það sé haft með í ákvörðunartöku um málefni ungs fólks. Flest sveitarfélög á Suðurlandi eru með ungmennaráð þar sem unga fólkið reynir að koma sínum málum á dagskrá. Þetta koma meðal annars fram á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Hótel Geysi í lok vikunnar. Samhliða þinginu fimmtugasta aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga haldinn með þátttöku sveitarstjórnarmanna af öllu Suðurlandi. Mörg áhugaverð erindi voru haldin á ársþinginu en ávarp þeirra Nóa M. Jónssonar og Sólmundar Sigurðarsonar frá ungmennaráði Suðurlands vakti hvað mesta athygli. Þeir töluðu skýrt og létu sveitarstjórnarmenn heyra sína skoðun. „Í ykkar sveitarfélögum er stór hópur einstaklinga með skoðanir og hugmyndir, sem ættu alls ekki að vera hunsaðar. Það er eitthvað mikið bogið við þá hugmynd að móta stefnur og taka ákvarðanir, sem snerta ungmenni beint án þess að hafa rætt við þau eða hlustað á þau,“ sagði Nói í sínu ávarpi. Strákarnir komu víða við í erindi sínu, sem vakti mikla athygli hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi.Vísir/Magnús HlynurUngmennaráð Suðurlands, sem er sameiginlegt ungmennaráð fyrir öll sveitarfélög á Suðurland hefur unnið að ýmsum málum. Menntamál hafa verið ofarlega á baugi en unga fólkið vill að það sé undirbúið betur undir lífið í efstu bekkjum grunnskólans. „Það er þessi líffærni eins og við köllum hana, að leggja áherslu á markmiðasetningu og almenna samfélagskunnáttu og að bæta fjármálalæsi, sem er lífsnauðsynlegt tæki í áframhaldandi námi og lífi. Einnig myndum við vilja sjá aðstoð við nemendur með námsörðugleika í framhaldsskólum því það hlítur að vera markmið samfélagsins að virkja alla einstaklingana í samfélaginu. Hátt brottfall nemenda, á sérstaklega drengja í framhaldsskólum er eitthvað, sem við höfum miklar áhyggjur af og viljum breyta. Það er augljóslega einhver galli í kerfinu, það þarf greinilega að skoða það,“ bætti Nói við. Ungmennaráð Suðurlands hefur ákveðið að setja á ráðstefnu næsta haust í samráði við ungmennaráð sveitarfélaganna þar sem ræða á stöðu og framtíð unga fólksins þar sem hægt verður að fá greinargóða niðurstöðu á þinginu. Fulltrúar allra sveitarstjórna á Suðurlandi mættu á ársþingið, sem stóð yfir í tvo daga. Allir sveitarstjórnarmenn í Grímsnes og Grafningshreppi mættu til dæmis á þingið en á myndinni eru frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti, Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Vísir/Magnús Hlynur
Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira