Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2019 19:15 Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda í sveitarstjórnum og vill að það sé haft með í ákvörðunartöku um málefni ungs fólks. Flest sveitarfélög á Suðurlandi eru með ungmennaráð þar sem unga fólkið reynir að koma sínum málum á dagskrá. Þetta koma meðal annars fram á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Hótel Geysi í lok vikunnar. Samhliða þinginu fimmtugasta aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga haldinn með þátttöku sveitarstjórnarmanna af öllu Suðurlandi. Mörg áhugaverð erindi voru haldin á ársþinginu en ávarp þeirra Nóa M. Jónssonar og Sólmundar Sigurðarsonar frá ungmennaráði Suðurlands vakti hvað mesta athygli. Þeir töluðu skýrt og létu sveitarstjórnarmenn heyra sína skoðun. „Í ykkar sveitarfélögum er stór hópur einstaklinga með skoðanir og hugmyndir, sem ættu alls ekki að vera hunsaðar. Það er eitthvað mikið bogið við þá hugmynd að móta stefnur og taka ákvarðanir, sem snerta ungmenni beint án þess að hafa rætt við þau eða hlustað á þau,“ sagði Nói í sínu ávarpi. Strákarnir komu víða við í erindi sínu, sem vakti mikla athygli hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi.Vísir/Magnús HlynurUngmennaráð Suðurlands, sem er sameiginlegt ungmennaráð fyrir öll sveitarfélög á Suðurland hefur unnið að ýmsum málum. Menntamál hafa verið ofarlega á baugi en unga fólkið vill að það sé undirbúið betur undir lífið í efstu bekkjum grunnskólans. „Það er þessi líffærni eins og við köllum hana, að leggja áherslu á markmiðasetningu og almenna samfélagskunnáttu og að bæta fjármálalæsi, sem er lífsnauðsynlegt tæki í áframhaldandi námi og lífi. Einnig myndum við vilja sjá aðstoð við nemendur með námsörðugleika í framhaldsskólum því það hlítur að vera markmið samfélagsins að virkja alla einstaklingana í samfélaginu. Hátt brottfall nemenda, á sérstaklega drengja í framhaldsskólum er eitthvað, sem við höfum miklar áhyggjur af og viljum breyta. Það er augljóslega einhver galli í kerfinu, það þarf greinilega að skoða það,“ bætti Nói við. Ungmennaráð Suðurlands hefur ákveðið að setja á ráðstefnu næsta haust í samráði við ungmennaráð sveitarfélaganna þar sem ræða á stöðu og framtíð unga fólksins þar sem hægt verður að fá greinargóða niðurstöðu á þinginu. Fulltrúar allra sveitarstjórna á Suðurlandi mættu á ársþingið, sem stóð yfir í tvo daga. Allir sveitarstjórnarmenn í Grímsnes og Grafningshreppi mættu til dæmis á þingið en á myndinni eru frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti, Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Vísir/Magnús Hlynur Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda í sveitarstjórnum og vill að það sé haft með í ákvörðunartöku um málefni ungs fólks. Flest sveitarfélög á Suðurlandi eru með ungmennaráð þar sem unga fólkið reynir að koma sínum málum á dagskrá. Þetta koma meðal annars fram á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Hótel Geysi í lok vikunnar. Samhliða þinginu fimmtugasta aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga haldinn með þátttöku sveitarstjórnarmanna af öllu Suðurlandi. Mörg áhugaverð erindi voru haldin á ársþinginu en ávarp þeirra Nóa M. Jónssonar og Sólmundar Sigurðarsonar frá ungmennaráði Suðurlands vakti hvað mesta athygli. Þeir töluðu skýrt og létu sveitarstjórnarmenn heyra sína skoðun. „Í ykkar sveitarfélögum er stór hópur einstaklinga með skoðanir og hugmyndir, sem ættu alls ekki að vera hunsaðar. Það er eitthvað mikið bogið við þá hugmynd að móta stefnur og taka ákvarðanir, sem snerta ungmenni beint án þess að hafa rætt við þau eða hlustað á þau,“ sagði Nói í sínu ávarpi. Strákarnir komu víða við í erindi sínu, sem vakti mikla athygli hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi.Vísir/Magnús HlynurUngmennaráð Suðurlands, sem er sameiginlegt ungmennaráð fyrir öll sveitarfélög á Suðurland hefur unnið að ýmsum málum. Menntamál hafa verið ofarlega á baugi en unga fólkið vill að það sé undirbúið betur undir lífið í efstu bekkjum grunnskólans. „Það er þessi líffærni eins og við köllum hana, að leggja áherslu á markmiðasetningu og almenna samfélagskunnáttu og að bæta fjármálalæsi, sem er lífsnauðsynlegt tæki í áframhaldandi námi og lífi. Einnig myndum við vilja sjá aðstoð við nemendur með námsörðugleika í framhaldsskólum því það hlítur að vera markmið samfélagsins að virkja alla einstaklingana í samfélaginu. Hátt brottfall nemenda, á sérstaklega drengja í framhaldsskólum er eitthvað, sem við höfum miklar áhyggjur af og viljum breyta. Það er augljóslega einhver galli í kerfinu, það þarf greinilega að skoða það,“ bætti Nói við. Ungmennaráð Suðurlands hefur ákveðið að setja á ráðstefnu næsta haust í samráði við ungmennaráð sveitarfélaganna þar sem ræða á stöðu og framtíð unga fólksins þar sem hægt verður að fá greinargóða niðurstöðu á þinginu. Fulltrúar allra sveitarstjórna á Suðurlandi mættu á ársþingið, sem stóð yfir í tvo daga. Allir sveitarstjórnarmenn í Grímsnes og Grafningshreppi mættu til dæmis á þingið en á myndinni eru frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti, Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Vísir/Magnús Hlynur
Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira