Lífið

Þetta gerist þegar mörghundruð mentos blandast saman við matarsóda og kók

Stefán Árni Pálsson skrifar
Blanda sem er ekki nægilega góð.
Blanda sem er ekki nægilega góð.
Eins og margir vita passar mentos-nammið ekki vel saman við kók. Til eru mörg þúsund myndbönd á vefnum þar sem fólk setur eitt mentos úti í nýopnaða kókflösku og gosið sprautast upp úr flöskunni.

Á YouTube-síðunni Power Vision má sjá myndband sem hefur verið horft á yfir 44 milljón sinnum þegar þessi grein er skrifuð, en það kom inn á vefinn  21. október.

Þar má sjá hvað gerist þegar mörg hundruð mentosmolar blandast saman við töluvert magn af matarsóda og tvö lítra af kóki.

Ekki er langt síðan að annað myndband var sett inn á síðuna þar sem mentos og kók fóru saman með svakalegum afleiðingum en matarsódinn skiptir greinilega sköpum og er útkoman vægast sagt svakaleg.

Í myndbandinu má einnig sjá allskyns aðrar tilraunir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×