Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 14:33 Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs. Vísir/björn G. Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. „Enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt,“ segir Oddur í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá því í gær. Þar var greint frá því að kirkjuráð hefði á fundi sínum þann 12. september, sem lokið var 2. október, komist að einróma niðurstöðu að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Hann myndi láta af störfum þegar í stað. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir málið ósköp einfalt. Fundargerðin tali sínu máli og dónaskapur sé ekki liðinn á vinnustaðnum.Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.Fréttablaðið/GVAÍ fundargerðinni kemur fram að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafi framsent kirkjuráði tölvupóst frá Sigurbjörgu Níelsdóttur Hansen, fjármálastjóra Biskupsstofu, frá því 23. ágúst síðastliðinn. Þar segir að Sigurbjörg hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á biskupsstofu og fleira. Því hafi biskup, sem er formaður Biskupsstofu, falið Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum, að sinna skyldum biskupsembættisins hvað varðar það að vera forseti kirkjuráðs í málinu. Eftir viðræður ákvað kirkjuráð einróma um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs Odd framkvæmdastjóra. Hann myndi láta af störfum þegar í stað.Sólveig Lára Guðmundsdóttir tók að sér að tilkynna Oddi um starfslok og semja við hann.„Forseti kirkjuráðs í þessu máli, mun kynna honum þessa niðurstöðu svo skjótt sem kostur er. Þá er starfandi forseta kirkjuráðs í þessu máli, heimilt að ganga til samnings um starfslok.“ „Ég kannast við að mér hafi verið boðið að ganga til viðræðna um starfslokasamning sem ég hafi þegið. Ég fór þess á leit við stéttarfélag mitt, Fræðagarð sem er aðildarfélag BHM, að það annaðist samningsgerðina fyrir mína hönd og í mínu umboði. Starfslokasamningur tókst fyrir milligöngu félagsins, ég er hættur sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs, hverf frá starfinu fullkomlega sáttur við þá ákvörðun og þakklátur fyrir að geta stigið niður af sviðinu á þessum tímapunkti,“ segir Oddur í skriflegum athugasemdinni. Pétur Georg Markan, samskiptastjóri hjá Biskupsstofu, segir fundargerðina tala sínu máli og sé auk þess mjög skýr. Kvartað hafi verið yfir Oddi, samningnum sagt upp og ekki óskað eftir því að unninn sé uppsagnarfrestur. „Við þolum ekki dónaskap. Við höfum ekki þolinmæði fyrir því,“ segir Pétur Georg.Ekki náðist í Odd við vinnslu fréttarinnar. Þjóðkirkjan Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. „Enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt,“ segir Oddur í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá því í gær. Þar var greint frá því að kirkjuráð hefði á fundi sínum þann 12. september, sem lokið var 2. október, komist að einróma niðurstöðu að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Hann myndi láta af störfum þegar í stað. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir málið ósköp einfalt. Fundargerðin tali sínu máli og dónaskapur sé ekki liðinn á vinnustaðnum.Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.Fréttablaðið/GVAÍ fundargerðinni kemur fram að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafi framsent kirkjuráði tölvupóst frá Sigurbjörgu Níelsdóttur Hansen, fjármálastjóra Biskupsstofu, frá því 23. ágúst síðastliðinn. Þar segir að Sigurbjörg hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á biskupsstofu og fleira. Því hafi biskup, sem er formaður Biskupsstofu, falið Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum, að sinna skyldum biskupsembættisins hvað varðar það að vera forseti kirkjuráðs í málinu. Eftir viðræður ákvað kirkjuráð einróma um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs Odd framkvæmdastjóra. Hann myndi láta af störfum þegar í stað.Sólveig Lára Guðmundsdóttir tók að sér að tilkynna Oddi um starfslok og semja við hann.„Forseti kirkjuráðs í þessu máli, mun kynna honum þessa niðurstöðu svo skjótt sem kostur er. Þá er starfandi forseta kirkjuráðs í þessu máli, heimilt að ganga til samnings um starfslok.“ „Ég kannast við að mér hafi verið boðið að ganga til viðræðna um starfslokasamning sem ég hafi þegið. Ég fór þess á leit við stéttarfélag mitt, Fræðagarð sem er aðildarfélag BHM, að það annaðist samningsgerðina fyrir mína hönd og í mínu umboði. Starfslokasamningur tókst fyrir milligöngu félagsins, ég er hættur sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs, hverf frá starfinu fullkomlega sáttur við þá ákvörðun og þakklátur fyrir að geta stigið niður af sviðinu á þessum tímapunkti,“ segir Oddur í skriflegum athugasemdinni. Pétur Georg Markan, samskiptastjóri hjá Biskupsstofu, segir fundargerðina tala sínu máli og sé auk þess mjög skýr. Kvartað hafi verið yfir Oddi, samningnum sagt upp og ekki óskað eftir því að unninn sé uppsagnarfrestur. „Við þolum ekki dónaskap. Við höfum ekki þolinmæði fyrir því,“ segir Pétur Georg.Ekki náðist í Odd við vinnslu fréttarinnar.
Þjóðkirkjan Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira