Lífið

Benni Brynleifs hamingjusamur með Brynju Lísu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Benedikt Brynleifsson er að norðan og trommar meðal annars með 200 þúsund Naglbítum.
Benedikt Brynleifsson er að norðan og trommar meðal annars með 200 þúsund Naglbítum. Fréttablaðið/GVA
Benedikt Brynleifsson, einn besti trommari landsins, virðist genginn út. Ekki er annað að sjá miðað við færslu tónlistarkonunnar Brynju Lísu Þórisdóttur. Þar deilir hún mynd af þeim Benna og skrifar undir „hamingjusöm“.

 
 
 
View this post on Instagram
Hamingjusöm

A post shared by BRYNJALÍSA (@brynjalisa) on Oct 10, 2019 at 8:03am PDT

 

Óhætt er að segja að um músíkalskt par sé að ræða. Brynja Lísa er í dúettnum Breki og Brynja sem sendi á dögunum frá sér lagið Cold Wind. Meðfram tónlistinn starfar Brynja Lísa hjá WomenSecret í Smáralindinni.Þá hefur hún tekið ábreiður af þekktum lögum og birt á Instagram undanfarna daga.Benedikt hefur komið víða við á ferli sínum, spilað með Mannakornum, reglulega í stórum verkefnum í Hörpu og víðar. Þá var hann hluti af Vinum Sjonna sem fóru í Eurovision um árið.Benedikt, sem fagnaði fertugsafmæli fyrr á árinu, á þrjú börn úr fyrra sambandi og Brynja Lísa, sem er 23 ára, eitt. Að neðan má sjá eina af nýlegum ábreiðum Brynju Lísu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.