Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við starfsmenn Reykjalundar sem segja andrúmsloftið óbærilegt eftir að stjórnin ákvað að reka forstjórann og framkvæmdastjóra lækninga. Sjúklingar voru sendir heim í dag eftir að starfsmenn töldu sér ekki fært að sjá um þá vegna ástandsins. Einnig verður rætt við stjórnarformann SÍBS en öll spjót beinast að honum.

Setning Hringborðs Norðurslóða var í dag og hefur fréttamaður Stöðvar 2 fylgst með dagskránni í dag. Sýnt verður frá helstu ávörpum, meðal annars ávarpi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, sem nefndi þó ekki loftslagsbreytingar á nafn í ávarpi sínu.

Einnig verður fjallað um ellefu hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni á Akureyri sem hefur verið rætt mikið meðal bæjarbúa undanfarna viku og fáum við að sjá teikningar af byggingunni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.