Innlent

Ragnar Auðun býður sig fram í embætti gjaldkera VG

Andri Eysteinsson skrifar
Ragnar Auðun Árnason.
Ragnar Auðun Árnason. VG

Ragnar Auðun Árnason, stjórnmálafræðingur í Reykjavík sækist eftir embætti gjaldkera Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á komandi landsfundi. Frá framboði Ragnars er greint á vef VG.

Í tilkynningu frá Ragnari segir að hann hafi starfað innan ungliðahreyfingar VG (UVG) og var meðal annars talsmaður hreyfingarinnar. Í dag gegni Ragnar embætti formanns VG í Reykjavík.

„Á þeim níu árum sem ég hef starfað innan hreyfingarinnar hefur mikið gerst en fyrst og fremst hefur hreyfingin sýnt það að hún er alvöru burðarafl í íslenskum stjórnmálum. Við höfum sýnt það í þessari ríkisstjórn að það skiptir máli að Vinstrihreyfingin grænt framboð sitji við ríkisstjórnarborðið,“ er haft eftir Ragnari á vef VG.

Auk starfa fyrir flokkinn hefur Ragnar látið til sín taka í stúdentapólitík en hann sat í Stúdentaráði skólaárið 2016-2017 og var lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs 2017-2018.

Landsfundurinn fer fram um þarnæstu helgi, 18. til 20. október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.