Innlent

Ragnar Auðun býður sig fram í embætti gjaldkera VG

Andri Eysteinsson skrifar
Ragnar Auðun Árnason.
Ragnar Auðun Árnason. VG
Ragnar Auðun Árnason, stjórnmálafræðingur í Reykjavík sækist eftir embætti gjaldkera Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á komandi landsfundi. Frá framboði Ragnars er greint á vef VG.

Í tilkynningu frá Ragnari segir að hann hafi starfað innan ungliðahreyfingar VG (UVG) og var meðal annars talsmaður hreyfingarinnar. Í dag gegni Ragnar embætti formanns VG í Reykjavík.

„Á þeim níu árum sem ég hef starfað innan hreyfingarinnar hefur mikið gerst en fyrst og fremst hefur hreyfingin sýnt það að hún er alvöru burðarafl í íslenskum stjórnmálum. Við höfum sýnt það í þessari ríkisstjórn að það skiptir máli að Vinstrihreyfingin grænt framboð sitji við ríkisstjórnarborðið,“ er haft eftir Ragnari á vef VG.

Auk starfa fyrir flokkinn hefur Ragnar látið til sín taka í stúdentapólitík en hann sat í Stúdentaráði skólaárið 2016-2017 og var lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs 2017-2018.

Landsfundurinn fer fram um þarnæstu helgi, 18. til 20. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×