Setur tappann í flöskuna fyrir sig og stelpurnar Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2019 16:40 Hödd Vilhjálmsdóttir starfaði lengi í fjölmiðlum og vinnur í dag sem almannatengill. mynd/Stefán „Manneskjan er breysk og það á jafnt við um konur og karlmenn. Pabbi minn var það til dæmis og ég er það líka. Áföll markeruðu líf pabba sem dó 11.10.2011, það er fyrir 8 árum í dag. Til að deyfa sig notaði hann oft áfengi.“ Svona hefst stöðufærslu sem almannatengillinn og fjölmiðlakonan Hödd Vilhjálmsdóttir ritar á Facebook en þar talar hún um þau vandamál sem hún sjálf hefur átt í tengslum við áfengi. „Sjálf hef ég farið í gegnum fjölmörg áföll frá barnæsku og mörg hver virkilega sár. Einu sinni var brosið vopnið mitt til að komast af og eins vitið, penninn og að kunna að koma fyrir mig orði. En það kemur að því að brosið þrýtur eða það nær ekki alltaf lengur til augnanna. Kjaftinn, vitið og valdið á pennanum hef ég þó svo sannarlega enn og tel ég mig yfirleitt nýta það þrennt til góðs.“ Hún segist hafa notað áfengi til að deyfa sársauka frá þrettán ára aldri. „En svo kom að því að ég missti tökin á því ömurlega misheppnaða deyfilyfi og fór að misnota það fyrir örfáum árum, tök sem ég hafði þó líklega aldrei. Botninn minn var fyrir rúmu ári og ég leitaði mér hjálpar. Hef svo misstigið mig nokkrum sinnum á leiðinni og margir aðrir og ég dæmt mig virkilega hart enda konur að mínu mati dæmdar miklu harðar en karlmenn í þessum efnum, því við erum jú mömmur og virðumst mæta minni skilningi. Mín og stelpnanna minna vegna hef ég sett tappann í flöskuna aftur og ætla aldrei að taka hann úr,“ skrifar Hödd og bætir við að hún hafi fengið hjálp frá traustu fólki en Hödd á í dag tvær dætur. „Það að ráða ekki við áfengi hefur verið mér svo mikil skömm síðasta árið. Ég ætla hér með fleygja þeirri skömm út um gluggann og gera mig og stelpurnar mínar stoltar. Því þær og ég erum það eina sem skiptir máli.“ Tengdar fréttir Hödd og Skúli nýtt par Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir og athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, eru nýtt par. 2. maí 2019 13:15 Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Sjá meira
„Manneskjan er breysk og það á jafnt við um konur og karlmenn. Pabbi minn var það til dæmis og ég er það líka. Áföll markeruðu líf pabba sem dó 11.10.2011, það er fyrir 8 árum í dag. Til að deyfa sig notaði hann oft áfengi.“ Svona hefst stöðufærslu sem almannatengillinn og fjölmiðlakonan Hödd Vilhjálmsdóttir ritar á Facebook en þar talar hún um þau vandamál sem hún sjálf hefur átt í tengslum við áfengi. „Sjálf hef ég farið í gegnum fjölmörg áföll frá barnæsku og mörg hver virkilega sár. Einu sinni var brosið vopnið mitt til að komast af og eins vitið, penninn og að kunna að koma fyrir mig orði. En það kemur að því að brosið þrýtur eða það nær ekki alltaf lengur til augnanna. Kjaftinn, vitið og valdið á pennanum hef ég þó svo sannarlega enn og tel ég mig yfirleitt nýta það þrennt til góðs.“ Hún segist hafa notað áfengi til að deyfa sársauka frá þrettán ára aldri. „En svo kom að því að ég missti tökin á því ömurlega misheppnaða deyfilyfi og fór að misnota það fyrir örfáum árum, tök sem ég hafði þó líklega aldrei. Botninn minn var fyrir rúmu ári og ég leitaði mér hjálpar. Hef svo misstigið mig nokkrum sinnum á leiðinni og margir aðrir og ég dæmt mig virkilega hart enda konur að mínu mati dæmdar miklu harðar en karlmenn í þessum efnum, því við erum jú mömmur og virðumst mæta minni skilningi. Mín og stelpnanna minna vegna hef ég sett tappann í flöskuna aftur og ætla aldrei að taka hann úr,“ skrifar Hödd og bætir við að hún hafi fengið hjálp frá traustu fólki en Hödd á í dag tvær dætur. „Það að ráða ekki við áfengi hefur verið mér svo mikil skömm síðasta árið. Ég ætla hér með fleygja þeirri skömm út um gluggann og gera mig og stelpurnar mínar stoltar. Því þær og ég erum það eina sem skiptir máli.“
Tengdar fréttir Hödd og Skúli nýtt par Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir og athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, eru nýtt par. 2. maí 2019 13:15 Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Sjá meira
Hödd og Skúli nýtt par Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir og athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, eru nýtt par. 2. maí 2019 13:15