Setur tappann í flöskuna fyrir sig og stelpurnar Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2019 16:40 Hödd Vilhjálmsdóttir starfaði lengi í fjölmiðlum og vinnur í dag sem almannatengill. mynd/Stefán „Manneskjan er breysk og það á jafnt við um konur og karlmenn. Pabbi minn var það til dæmis og ég er það líka. Áföll markeruðu líf pabba sem dó 11.10.2011, það er fyrir 8 árum í dag. Til að deyfa sig notaði hann oft áfengi.“ Svona hefst stöðufærslu sem almannatengillinn og fjölmiðlakonan Hödd Vilhjálmsdóttir ritar á Facebook en þar talar hún um þau vandamál sem hún sjálf hefur átt í tengslum við áfengi. „Sjálf hef ég farið í gegnum fjölmörg áföll frá barnæsku og mörg hver virkilega sár. Einu sinni var brosið vopnið mitt til að komast af og eins vitið, penninn og að kunna að koma fyrir mig orði. En það kemur að því að brosið þrýtur eða það nær ekki alltaf lengur til augnanna. Kjaftinn, vitið og valdið á pennanum hef ég þó svo sannarlega enn og tel ég mig yfirleitt nýta það þrennt til góðs.“ Hún segist hafa notað áfengi til að deyfa sársauka frá þrettán ára aldri. „En svo kom að því að ég missti tökin á því ömurlega misheppnaða deyfilyfi og fór að misnota það fyrir örfáum árum, tök sem ég hafði þó líklega aldrei. Botninn minn var fyrir rúmu ári og ég leitaði mér hjálpar. Hef svo misstigið mig nokkrum sinnum á leiðinni og margir aðrir og ég dæmt mig virkilega hart enda konur að mínu mati dæmdar miklu harðar en karlmenn í þessum efnum, því við erum jú mömmur og virðumst mæta minni skilningi. Mín og stelpnanna minna vegna hef ég sett tappann í flöskuna aftur og ætla aldrei að taka hann úr,“ skrifar Hödd og bætir við að hún hafi fengið hjálp frá traustu fólki en Hödd á í dag tvær dætur. „Það að ráða ekki við áfengi hefur verið mér svo mikil skömm síðasta árið. Ég ætla hér með fleygja þeirri skömm út um gluggann og gera mig og stelpurnar mínar stoltar. Því þær og ég erum það eina sem skiptir máli.“ Tengdar fréttir Hödd og Skúli nýtt par Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir og athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, eru nýtt par. 2. maí 2019 13:15 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Manneskjan er breysk og það á jafnt við um konur og karlmenn. Pabbi minn var það til dæmis og ég er það líka. Áföll markeruðu líf pabba sem dó 11.10.2011, það er fyrir 8 árum í dag. Til að deyfa sig notaði hann oft áfengi.“ Svona hefst stöðufærslu sem almannatengillinn og fjölmiðlakonan Hödd Vilhjálmsdóttir ritar á Facebook en þar talar hún um þau vandamál sem hún sjálf hefur átt í tengslum við áfengi. „Sjálf hef ég farið í gegnum fjölmörg áföll frá barnæsku og mörg hver virkilega sár. Einu sinni var brosið vopnið mitt til að komast af og eins vitið, penninn og að kunna að koma fyrir mig orði. En það kemur að því að brosið þrýtur eða það nær ekki alltaf lengur til augnanna. Kjaftinn, vitið og valdið á pennanum hef ég þó svo sannarlega enn og tel ég mig yfirleitt nýta það þrennt til góðs.“ Hún segist hafa notað áfengi til að deyfa sársauka frá þrettán ára aldri. „En svo kom að því að ég missti tökin á því ömurlega misheppnaða deyfilyfi og fór að misnota það fyrir örfáum árum, tök sem ég hafði þó líklega aldrei. Botninn minn var fyrir rúmu ári og ég leitaði mér hjálpar. Hef svo misstigið mig nokkrum sinnum á leiðinni og margir aðrir og ég dæmt mig virkilega hart enda konur að mínu mati dæmdar miklu harðar en karlmenn í þessum efnum, því við erum jú mömmur og virðumst mæta minni skilningi. Mín og stelpnanna minna vegna hef ég sett tappann í flöskuna aftur og ætla aldrei að taka hann úr,“ skrifar Hödd og bætir við að hún hafi fengið hjálp frá traustu fólki en Hödd á í dag tvær dætur. „Það að ráða ekki við áfengi hefur verið mér svo mikil skömm síðasta árið. Ég ætla hér með fleygja þeirri skömm út um gluggann og gera mig og stelpurnar mínar stoltar. Því þær og ég erum það eina sem skiptir máli.“
Tengdar fréttir Hödd og Skúli nýtt par Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir og athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, eru nýtt par. 2. maí 2019 13:15 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Hödd og Skúli nýtt par Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir og athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, eru nýtt par. 2. maí 2019 13:15