Setur tappann í flöskuna fyrir sig og stelpurnar Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2019 16:40 Hödd Vilhjálmsdóttir starfaði lengi í fjölmiðlum og vinnur í dag sem almannatengill. mynd/Stefán „Manneskjan er breysk og það á jafnt við um konur og karlmenn. Pabbi minn var það til dæmis og ég er það líka. Áföll markeruðu líf pabba sem dó 11.10.2011, það er fyrir 8 árum í dag. Til að deyfa sig notaði hann oft áfengi.“ Svona hefst stöðufærslu sem almannatengillinn og fjölmiðlakonan Hödd Vilhjálmsdóttir ritar á Facebook en þar talar hún um þau vandamál sem hún sjálf hefur átt í tengslum við áfengi. „Sjálf hef ég farið í gegnum fjölmörg áföll frá barnæsku og mörg hver virkilega sár. Einu sinni var brosið vopnið mitt til að komast af og eins vitið, penninn og að kunna að koma fyrir mig orði. En það kemur að því að brosið þrýtur eða það nær ekki alltaf lengur til augnanna. Kjaftinn, vitið og valdið á pennanum hef ég þó svo sannarlega enn og tel ég mig yfirleitt nýta það þrennt til góðs.“ Hún segist hafa notað áfengi til að deyfa sársauka frá þrettán ára aldri. „En svo kom að því að ég missti tökin á því ömurlega misheppnaða deyfilyfi og fór að misnota það fyrir örfáum árum, tök sem ég hafði þó líklega aldrei. Botninn minn var fyrir rúmu ári og ég leitaði mér hjálpar. Hef svo misstigið mig nokkrum sinnum á leiðinni og margir aðrir og ég dæmt mig virkilega hart enda konur að mínu mati dæmdar miklu harðar en karlmenn í þessum efnum, því við erum jú mömmur og virðumst mæta minni skilningi. Mín og stelpnanna minna vegna hef ég sett tappann í flöskuna aftur og ætla aldrei að taka hann úr,“ skrifar Hödd og bætir við að hún hafi fengið hjálp frá traustu fólki en Hödd á í dag tvær dætur. „Það að ráða ekki við áfengi hefur verið mér svo mikil skömm síðasta árið. Ég ætla hér með fleygja þeirri skömm út um gluggann og gera mig og stelpurnar mínar stoltar. Því þær og ég erum það eina sem skiptir máli.“ Tengdar fréttir Hödd og Skúli nýtt par Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir og athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, eru nýtt par. 2. maí 2019 13:15 Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Sjá meira
„Manneskjan er breysk og það á jafnt við um konur og karlmenn. Pabbi minn var það til dæmis og ég er það líka. Áföll markeruðu líf pabba sem dó 11.10.2011, það er fyrir 8 árum í dag. Til að deyfa sig notaði hann oft áfengi.“ Svona hefst stöðufærslu sem almannatengillinn og fjölmiðlakonan Hödd Vilhjálmsdóttir ritar á Facebook en þar talar hún um þau vandamál sem hún sjálf hefur átt í tengslum við áfengi. „Sjálf hef ég farið í gegnum fjölmörg áföll frá barnæsku og mörg hver virkilega sár. Einu sinni var brosið vopnið mitt til að komast af og eins vitið, penninn og að kunna að koma fyrir mig orði. En það kemur að því að brosið þrýtur eða það nær ekki alltaf lengur til augnanna. Kjaftinn, vitið og valdið á pennanum hef ég þó svo sannarlega enn og tel ég mig yfirleitt nýta það þrennt til góðs.“ Hún segist hafa notað áfengi til að deyfa sársauka frá þrettán ára aldri. „En svo kom að því að ég missti tökin á því ömurlega misheppnaða deyfilyfi og fór að misnota það fyrir örfáum árum, tök sem ég hafði þó líklega aldrei. Botninn minn var fyrir rúmu ári og ég leitaði mér hjálpar. Hef svo misstigið mig nokkrum sinnum á leiðinni og margir aðrir og ég dæmt mig virkilega hart enda konur að mínu mati dæmdar miklu harðar en karlmenn í þessum efnum, því við erum jú mömmur og virðumst mæta minni skilningi. Mín og stelpnanna minna vegna hef ég sett tappann í flöskuna aftur og ætla aldrei að taka hann úr,“ skrifar Hödd og bætir við að hún hafi fengið hjálp frá traustu fólki en Hödd á í dag tvær dætur. „Það að ráða ekki við áfengi hefur verið mér svo mikil skömm síðasta árið. Ég ætla hér með fleygja þeirri skömm út um gluggann og gera mig og stelpurnar mínar stoltar. Því þær og ég erum það eina sem skiptir máli.“
Tengdar fréttir Hödd og Skúli nýtt par Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir og athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, eru nýtt par. 2. maí 2019 13:15 Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Sjá meira
Hödd og Skúli nýtt par Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir og athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, eru nýtt par. 2. maí 2019 13:15