Innlent

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílveltu við Akureyri

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan býnir fyrir fólki að huga vel að aksturskilyrðum.
Lögreglan býnir fyrir fólki að huga vel að aksturskilyrðum. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á norðurlandi eystra brást við útkalli á níunda tímanum í morgun eftir bílveltu þar sem tvær bifreiðar höfnuðu utan vegar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru ökumenn bifreiðanna og einn farþegi fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Meiðsl þeirra voru þó talin minniháttar.

Lögreglan segir að rekja hafi mátt slysið til hálku á vegum sem varð til þess að bílarnir fóru út af veginum.

Lögreglan vill beina þeim tilmælum til ökumanna sem aka fjallvegi og aðra vegi hátt yfir sjávarmáli að huga vel að aksturskilyrðum og mögulegri hálku á vegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×