Innlent

Hættuástandi í Norðlingaholti aflýst eftir skoðun sprengjudeildar

Andri Eysteinsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Torkennilegi hluturinn sem sprengjudeild athugaði í Norðlingaholti.
Torkennilegi hluturinn sem sprengjudeild athugaði í Norðlingaholti. Landhelgisgæslan
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út um miðjan dag vegna tilkynningar um torkennilegan hlut sem fannst á víðavangi í Norðlingaholti.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir að um kassa hafi verið að ræða en ekki var ljóst hvert innihald hans væri.

Liðsmenn sprengjudeildarinnar skoðuðu og könnuðu pakkann, að þeirri skoðun var hættuástandi aflýst og er aðgerðum í Norðlingaholti lokið.

Ásgeir segir að við nánari skoðun hafi grjót reynst í kassanum og því engin hætta á ferðum. Hann segir að þó svo hafi verið hafi tilkynnendur brugðist hárrétt við aðstæðum þar sem kassinn var merktur þannig að innihald hans hefði getað verið sprengiefni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.