Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2019 18:30 Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu. Landsréttur dæmdi hana í 15 mánaða fangelsi í fyrra fyrir ofbeldi gegn fimm börnum sínum á Íslandi. Sænsk félagsmálayfirvöld fengu þýddan dóm yfir konunni sendan. Í lok árs 2016 var konan dæmd í 18 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim og sýnt þeim vanvirðandi háttsemi.Sjá einnig: Átján mánaða fangelsi fyrir alvarleg og ítrekuð ofbeldisbrot gagnvart fimm börnum sínum Börnin eru fædd á árunum 2002 til 2013, en brotin sem dómurinn nær til áttu sér stað á árunum 2010 til 2015. Landsréttur mildaði dóminn úr 18 mánuðum í 15 mánuði í fyrra. Konan, sem alltaf hefur neitað sök, var svipt forsjá barna sinna fimm. Konan hefur enn ekki hafið afplánun og er nú búsett í Svíþjóð þar sem hún eignaðist annað barn í sumar. „Bara á fæðingardeildinni þá kemur vitneskja frá barnaverndaryfirvöldum á íslandi um að hún sé dæmd fyrir ofbeldi gagnvart börnum sem hún átti á íslandi og að þau börn hafi verið tekin af henni,“ segir Sigrún Landvall, lögmaður konunnar. Konan og barnið hafi þá verið sett á sérstakt heimili þar sem sem þau voru undir eftirliti. Allt hafi gengið vel þar til félagsmálayfirvöld hafi fengið dóminn sendan í sænskri þýðingu. Nú fái hún ekki að hitta barnið. „Ég tel þetta allt of harðan dóm gagnvart þessari konur. Hún var undir allt öðrum kringumstæðum á Íslandi þegar þetta gerðist með börnin hennar þar. Það eru mörg ár síðan og hún er nú í allt öðrum aðstæðum í betri aðstæðum til að sjá um barnið sitt. Hún hefur allan tíman lýst yfir samstarfi við yfirvöld hér og hún vill fá hjálp og hún þarf stuðning en þeir telja að hún taki hann ekki til sín eins og þeir ætlast til,“ segir Sigrún en konan viðurkennir ekki brot sín. Sigrún telur að brotið sé á rétti til fjölskyldulífs, gagnvart barninu og móðurinni. Þá sé meðalhófs ekki gætt. „Það er sterkur réttur barns að þekkja foreldri sitt. Það er nú þegar búið að skemma þessi tengsl milli barnsins og móðurinnar vegna þess að barnið er skyndilega tekið af móðurinn, hún var með það á brjósti,“ segir Sigrún. Búið er að áfrýja ákvörðun félagsmálayfirvalda. „Það á ekki að beita börn ofbeldi og auðvitað á að vernda þetta barn gagnvart því en að algjörlega að gera samasemmerki á milli þess að hún hafi verið dæmd á Íslandi sé of mikil hætta á að hún fari illa með þetta barn, það er of langt gengið. Það á að gefa þessari konu stuðning þannig hún geti séð um barnið sitt.“ Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Svíþjóð Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu. Landsréttur dæmdi hana í 15 mánaða fangelsi í fyrra fyrir ofbeldi gegn fimm börnum sínum á Íslandi. Sænsk félagsmálayfirvöld fengu þýddan dóm yfir konunni sendan. Í lok árs 2016 var konan dæmd í 18 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim og sýnt þeim vanvirðandi háttsemi.Sjá einnig: Átján mánaða fangelsi fyrir alvarleg og ítrekuð ofbeldisbrot gagnvart fimm börnum sínum Börnin eru fædd á árunum 2002 til 2013, en brotin sem dómurinn nær til áttu sér stað á árunum 2010 til 2015. Landsréttur mildaði dóminn úr 18 mánuðum í 15 mánuði í fyrra. Konan, sem alltaf hefur neitað sök, var svipt forsjá barna sinna fimm. Konan hefur enn ekki hafið afplánun og er nú búsett í Svíþjóð þar sem hún eignaðist annað barn í sumar. „Bara á fæðingardeildinni þá kemur vitneskja frá barnaverndaryfirvöldum á íslandi um að hún sé dæmd fyrir ofbeldi gagnvart börnum sem hún átti á íslandi og að þau börn hafi verið tekin af henni,“ segir Sigrún Landvall, lögmaður konunnar. Konan og barnið hafi þá verið sett á sérstakt heimili þar sem sem þau voru undir eftirliti. Allt hafi gengið vel þar til félagsmálayfirvöld hafi fengið dóminn sendan í sænskri þýðingu. Nú fái hún ekki að hitta barnið. „Ég tel þetta allt of harðan dóm gagnvart þessari konur. Hún var undir allt öðrum kringumstæðum á Íslandi þegar þetta gerðist með börnin hennar þar. Það eru mörg ár síðan og hún er nú í allt öðrum aðstæðum í betri aðstæðum til að sjá um barnið sitt. Hún hefur allan tíman lýst yfir samstarfi við yfirvöld hér og hún vill fá hjálp og hún þarf stuðning en þeir telja að hún taki hann ekki til sín eins og þeir ætlast til,“ segir Sigrún en konan viðurkennir ekki brot sín. Sigrún telur að brotið sé á rétti til fjölskyldulífs, gagnvart barninu og móðurinni. Þá sé meðalhófs ekki gætt. „Það er sterkur réttur barns að þekkja foreldri sitt. Það er nú þegar búið að skemma þessi tengsl milli barnsins og móðurinnar vegna þess að barnið er skyndilega tekið af móðurinn, hún var með það á brjósti,“ segir Sigrún. Búið er að áfrýja ákvörðun félagsmálayfirvalda. „Það á ekki að beita börn ofbeldi og auðvitað á að vernda þetta barn gagnvart því en að algjörlega að gera samasemmerki á milli þess að hún hafi verið dæmd á Íslandi sé of mikil hætta á að hún fari illa með þetta barn, það er of langt gengið. Það á að gefa þessari konu stuðning þannig hún geti séð um barnið sitt.“
Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Svíþjóð Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira