Lífið

Liam Hemsworth kominn með kærustu

Sylvía Hall skrifar
Brown er sjö árum yngri en Hemsworth.
Brown er sjö árum yngri en Hemsworth. Vísir/Getty
Ástralski leikarinn Liam Hemsworth hefur sést með nýrri dömu undanfarið eftir skilnað sinn við söngkonuna Miley Cyrus. Stúlkan heitir Maddison Brown og er einnig leikkona, en hún er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Dynasty. Lítið hefur farið fyrir leikaranum frá því að hjónin fyrrverandi tilkynntu um skilnað sinn fyrr í sumar.Sjá einnig: Mil­ey og Hemsworth skilja eftir minna en eins árs hjóna­bandStuttu eftir skilnaðinn var Cyrus byrjuð að hitta Kaitlynn Carter og fór mikið fyrir þeirra sambandi í fjölmiðlum á meðan því stóð en þær hættu saman stuttu seinna. Cyrus var þó ekki lengi einhleyp en hún er byrjuð með söngvaranum Cody Simpson og hafa þau verið dugleg að sýna áhorfendum frá þeirra sambandi.Hemsworth og Brown sáust ganga saman um New York-borg á fimmtudag þar sem þau létu vel að hvort öðru. Hin 22 ára gamla leikkona er líka frá Ástralíu og segja heimildarmenn þau ná vel saman en að þau séu að fara sér hægt í nýja sambandinu.


Tengdar fréttir

Tjáir sig um skilnaðinn við Miley

Leikarinn Liam Hemsworth segir skilnað sinn og eiginkonu sinnar Miley Cyrus vera einkamál þeirra og að hann ætli ekki að tjá sig opinberlega við fjölmiðla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.