Lífið

Tjáir sig um skilnaðinn við Miley

Sylvía Hall skrifar
Á meðan allt lék í lyndi.
Á meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty

Leikarinn Liam Hemsworth segir skilnað sinn og eiginkonu sinnar Miley Cyrus vera einkamál þeirra og að hann ætli ekki að tjá sig opinberlega við fjölmiðla. Þetta kemur fram í Instagram-færslu sem leikarinn birti í dag.

Sjá einnig: Miley og Hemsworth skilja eftir minna en eins árs hjónaband

„Miley og ég höfum nýlega skilið og ég óska henni aðeins heilsu og hamingju í framhaldinu,“ skrifar leikarinn í færslunni en með henni fylgir mynd af fallegu sólsetri.
Hann segist ekki hafa tjáð sig um sambandslit þeirra, hvorki við blaðamenn né fjölmiðla almennt, og því séu allar fréttir um annað rangar.

Í gær birti Miley sjálf myndir á Twitter-síðu sinni þar sem hún talar um að taka breytingum fagnandi. Þróun sé eitthvað sem gerist náttúrulega og fólk geti ekki streist á móti því náttúruöflin munu alltaf hafa yfirhöndina og líkir því við fallega landslagið sem sést í bakgrunni myndanna.
Eftir að fregnir bárust af skilnaði þeirra sást til Miley njóta lífsins með systur sinni og vinkonu þeirra, Kaitlynn Carter. Carter er einnig nýfráskilin og sáust þær kyssast þegar þær voru í bátsferð á Como-vatni á Ítalíu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.