Lífið

Mil­ey þver­tekur fyrir á­sakanir um fram­hjá­hald og gerir upp skraut­lega for­tíð sína

Sylvía Hall skrifar
Miley hefur ekkert að fela.
Miley hefur ekkert að fela. Vísir/Getty
Orðrómur þess efnis að hjónaband þeirra Miley Cyrus og Liam Hemsworth hafi endað vegna framhjáhalds hefur farið hátt undanfarnar vikur. Eftir að Miley gaf út lag þar sem hún óbeint segir ástæðuna vera fíknivanda Hemsworth stigu nafnlausir heimildarmenn nærri honum fram og sögðu framhjáhald Miley vera það sem gerði út um hjónabandið.

„Ég get játað marga hluti en ég neita að játa það að hjónaband mitt hafi endað vegna framhjáhalds. Liam og ég höfum verið saman í áratug. Ég hef sagt það áður og það er enn satt, ég elska Liam og mun alltaf [elska hann],“ skrifar söngkonan á Twitter.Þar fer hún einnig yfir hin ýmsu hneykslismál sem hún hefur tengst í gegnum tíðina. Hún játar að hafa haldið framhjá áður, notað eiturlyf og um tíma verið hálfpartinn talsmaður kannabisneyslu. Til að mynda hafi samningi hennar við Walmart verið rift þegar hún var sautján ára gömul eftir að hún var mynduð með vatnspípu og hún hafi misst hlutverk sitt í Hotel Transylvania eftir að hún keypti typpaköku fyrir Hemsworth á afmælisdaginn og sleikt hana . Þá séu fleiri nektarmyndinni af henni á netinu en mögulega „nokkurri konu í mannkynssögunni“.

„Sannleikurinn er sá að þegar ég og Liam tókum aftur saman, þá var mér alvara, og ég gaf mig alla í sambandið. Það eru ENGIN leyndarmál til þess að uppljóstra hér. Ég hef lært af hverri reynslu á lífsleiðinni. Ég er ekki fullkomin, ég vil ekki vera það, það er leiðinlegt. Ég hef fullorðnast fyrir framan ykkur, en aðalatriðið er það að ég HEF FULLORÐNAST.“Hún segir skilnaðinn hafa komið til vegna þess að hún hafi tekið þá ákvörðun að skilja sitt gamla líf eftir. Hún hafi aldrei verið jafn heilbrigð og hamingjusöm og einmitt núna.„Ég er stolt að segja það, ég er einfaldlega á öðrum stað en ég var þegar ég var ung.“


Tengdar fréttir

Tjáir sig um skilnaðinn við Miley

Leikarinn Liam Hemsworth segir skilnað sinn og eiginkonu sinnar Miley Cyrus vera einkamál þeirra og að hann ætli ekki að tjá sig opinberlega við fjölmiðla.

Komin alvara í samband Miley og Kaitlynn

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth staðfestu skilnað sinn með yfirlýsingu til fjölmiðla sást til söngkonunnar með nýrri dömu á Ítalíu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.