Lilja segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2019 21:00 Aftökur og loftárásir eru á meðal þess sem Tyrkir hafa stundað í innrás sinni í sýrlenskar landamæraborgir. Kallað hefur verið eftir því að íslenska landsliðið í knattspyrnu hætti við leik sinn gegn því tyrkneska, eftir að Tyrkir sýndu hernum stuðning. Menntamálaráðherra segir að ekki eigi að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum tóku níu almenna borgara af lífi í gær við sýrlenska bæinn Tal Abyad. Í dag féllu níu í loftárás Tyrkja á bæinn Ras al ain, þar á meðal fimm óbreyttir borgarar. Hafa hersveitirnar unnið land á undanförnum dögum í norðanverðu Sýrlandi. Talið er að hundruð þúsund manns hafi lagt á flótta. Tyrklandsforseti hefur heitið því að stoppa ekki fyrr en hersveitir Kúrda draga sig meira en 32 kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Var innrásin gerð eftir að Donald Trump forseti Bandaríkjanna ákvað að draga bandarískt herlið frá svæðinu. Hefur innrásin verið gagnrýnd harðleg en Tyrkir telja sig í fullum rétti. Liðsmenn tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu sýndu herliðinu stuðning þegar þeir fögnuðu sigurmarki gegn Albaníu að hermannasið á föstudag. Eftir leikinn birtist mynd af liðinu í búningsklefa þar sem það sást heilsa aftur að hermannasið. Á Twitter, þar sem myndin var birt, hafði verið skrifað að sigurinn væri tileinkaður hugrökkum hermönnum. Hefur evrópska knattspyrnusambandið boðað að það muni skoða framferði liðsins. Reglur UEFA banna allar vísanir í stjórnmál og trúarbrögð. Eru Tyrkir í riðli með Íslandi í undankeppni Evrópumótsins. Hefur verið kallað eftir því að íslenska liðið eigi að hætta við leikinn gegn Tyrkjum ytra í nóvember. Formaður KSÍ sagði við Vísi í dag að slíkt væri ekki á dagskrá. Málið væri á borði UEFA, þar sem það á heima. Lilja Alfreðsdóttir íþróttamálaráðherra segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman. „Mér finnst að við eigum ekki að blanda þessu tvennu saman. Ég er á því að íþróttir geti frekar leitt fólk saman og frekar sé hægt að eyða ágreiningi í gegnum listir, íþróttir og annað slíkt. Og mér hefur alltaf verið mjög illa við það að blanda saman íþróttum og stjórnmálum.“ Átök Kúrda og Tyrkja KSÍ Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Aftökur og loftárásir eru á meðal þess sem Tyrkir hafa stundað í innrás sinni í sýrlenskar landamæraborgir. Kallað hefur verið eftir því að íslenska landsliðið í knattspyrnu hætti við leik sinn gegn því tyrkneska, eftir að Tyrkir sýndu hernum stuðning. Menntamálaráðherra segir að ekki eigi að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum tóku níu almenna borgara af lífi í gær við sýrlenska bæinn Tal Abyad. Í dag féllu níu í loftárás Tyrkja á bæinn Ras al ain, þar á meðal fimm óbreyttir borgarar. Hafa hersveitirnar unnið land á undanförnum dögum í norðanverðu Sýrlandi. Talið er að hundruð þúsund manns hafi lagt á flótta. Tyrklandsforseti hefur heitið því að stoppa ekki fyrr en hersveitir Kúrda draga sig meira en 32 kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Var innrásin gerð eftir að Donald Trump forseti Bandaríkjanna ákvað að draga bandarískt herlið frá svæðinu. Hefur innrásin verið gagnrýnd harðleg en Tyrkir telja sig í fullum rétti. Liðsmenn tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu sýndu herliðinu stuðning þegar þeir fögnuðu sigurmarki gegn Albaníu að hermannasið á föstudag. Eftir leikinn birtist mynd af liðinu í búningsklefa þar sem það sást heilsa aftur að hermannasið. Á Twitter, þar sem myndin var birt, hafði verið skrifað að sigurinn væri tileinkaður hugrökkum hermönnum. Hefur evrópska knattspyrnusambandið boðað að það muni skoða framferði liðsins. Reglur UEFA banna allar vísanir í stjórnmál og trúarbrögð. Eru Tyrkir í riðli með Íslandi í undankeppni Evrópumótsins. Hefur verið kallað eftir því að íslenska liðið eigi að hætta við leikinn gegn Tyrkjum ytra í nóvember. Formaður KSÍ sagði við Vísi í dag að slíkt væri ekki á dagskrá. Málið væri á borði UEFA, þar sem það á heima. Lilja Alfreðsdóttir íþróttamálaráðherra segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman. „Mér finnst að við eigum ekki að blanda þessu tvennu saman. Ég er á því að íþróttir geti frekar leitt fólk saman og frekar sé hægt að eyða ágreiningi í gegnum listir, íþróttir og annað slíkt. Og mér hefur alltaf verið mjög illa við það að blanda saman íþróttum og stjórnmálum.“
Átök Kúrda og Tyrkja KSÍ Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54