Bíó og sjónvarp

Norræn kvikmyndaveisla

Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.
Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta skipti árið 2002 á hálfrar aldar afmæli ráðsins, en síðan kvikmyndaverðlaunin festust í sessi árið 2005 hafa þau verið veitt árlega um leið og önnur verðlaun ráðsins. Í tengslum við kvikmyndaverðlaunin stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film og TV Fond) fyrir sýningum á tilnefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum. Af því tilefni mun Bíó Paradís sýna allar fimm tilnefndu myndirnar og bjóða upp á Norræna kvikmyndaveislu dagana 15. til 20. október.Eftirtaldar myndir eru tilnefndar í ár: Dronningen (Queen of Hearts) frá Danmörku, Rekonstruktion (Utøya Reconstruction Utøya) frá Noregi, Blindsone (Blind Spot) frá Noregi, Aurora frá Finnlandi og Hvítur, hvítur dagur (A White, White Day) frá Íslandi. Myndirnar verða sýndar með enskum texta.Nánar má fræðast um tilnefndar kvikmyndir og sýningartíma á vef Bíó Paradísar, biopara­dis.is.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.