Enski boltinn

Carrag­her elskar Mane og segir hann upp­á­halds leik­manninn sinn hjá Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sadio Mane í leik fyrr á tímabilinu.
Sadio Mane í leik fyrr á tímabilinu. vísir/getty
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, segir að Sadio Mane sé uppáhaldsleikmaður Carragher í Liverpool.Núverandi sparkspekingurinn, Carragher, segir að Mane sé ein helsta ástæða þess að Liverpool er að berjast um enska titilinn og er á toppnum eftir átta umferðir.Carragher var fljótur að sjá hversu mikla hæfileika Mane var með.„Eftir nokkra leiki sagði ég að Mane, ásamt Raheem Sterling, væru bestu vinstri kantmenn í heim. Ég elska hann og hann er uppáhalds leikmaðurinn minn hjá félaginu,“ sagði Carragher við heimasíðu félagsins.„Hann er frábær. Hann er alltaf brosandi og er alltaf að leggja sitt að mörkum; skora mörk eða leggja þau upp. Hann kom við Klopp og var hans fyrstu stóri kaup og mér finnst hann bara verða betri og betri. Hann er vélmenni.“Mane spilar í treyju númer tíu hja Liverpool á þessari leiktíð eftir að hafa spilað í treyju númer 19 síðustu tvær leiktíðir.Hann fetar því í fótspor leikmanna eins og Michael Owen og Greame Souness en það er einn leikmaður sem Carragher tengir við Mane.„Liverpool er nú með heimsklassaleikmann. Ég held að það sé munurinn á því afhverju þeir eru svona góðir núna og í góðri stöðu til að vinna deildina í fyrsta sinn.“„Ef þú byrjar að bera saman leikmenn eins og Sadio Mane og John Barnes þá sýnir það hversu vel Mane er að spila,“ sagði Carragher að lokum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.