Lífið

Billy Porter mun leika álf­konuna í nýrri mynd um Ösku­busku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Billy Porter mun leika álfkonuna í nýrri mynd um Öskubusku.
Billy Porter mun leika álfkonuna í nýrri mynd um Öskubusku. getty/Dimitrios Kambouris

Billy Porter mun leika álfkonuna í nýrri mynd Sony kvikmyndaversins um Öskubusku. Frá þessu er greint á vef Deadline.

Hann staðfesti þetta þegar hann tók þátt í pallborði á New Yorker hátíðinni en þar sagðist hann leika álfkonuna en staðfest hefur verið að söng- og leikkonan Camila Cabello muni leika Öskubusku.

Billy Porter var fyrsti svarti, samkynhneigði maðurinn til að vinna til Emmy verðlauna fyrir besta aðalleikara í drama þáttum. getty/Frazer Harrison

Leikarinn hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann leikur Pray Tell í þáttunum Pose og varð nýlega fyrsti svarti samkynhneigði maðurinn til að vinna Emmy verðlaun fyrir besta aðalleikara í drama þáttum.

Billy Porter á MET Gala fyrr á þessu ári. getty/Dimitrios Kambouris

Þá hefur hann vakið mikla athygli fyrir klæðaburð sinn á rauða dreglinum en hann er ekki feiminn við það að klæðast fötum sem talin eru kvenmannsföt. Hann vakti þá sérstaka athygli á MET Gala þessa árs þar sem hann var klæddur gylltu frá toppi til táar og var borinn inn á rauða dregilinn af fjórum mönnum.

Porter hefur vakið mikla athygli fyrir klæðaburð sinn á rauða dreglinum. getty/John Shearer


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.