Innlent

Ók farþega gegn gjaldi án réttinda

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.
Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Vísir/Jói K
Lögregla á Suðurnesjum hafði afskipti af erlendum ökumanni sem staðinn var að því að flytja farþega gegn gjaldi án þar til gerðra réttinda.Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn reyndist ekki hafa ökuréttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni. Þar að auki var hann ekki með skráð dvalarleyfi hér á landi.„Maðurinn var að aka frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar með farþega í bifreiðinni þegar lögregla stöðvaði hann. Þegar hann gat ekki framvísað tilskyldum leyfispappírum var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla.Þetta er í annað sinn á árinu sem þessi sami maður er staðinn að slíkum verknaði því í febrúar sl. hafði lögregla afskipti af honum vegna svipaðs máls. Þá var hann í akstri með þrjá farþega sem voru nýkomnir úr flugi. Hann hefur með þessu gerst tvívegis brotlegur við lög um útlendinga og lög um akstur með farþega í atvinnuskyni,“ segir í tilkynningunni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.