Innlent

Reyndi að smygla einu kílói af hassi til landsins

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Farþeginn kom til landsins með flugi frá Madrid fyrr í mánuðinum.
Farþeginn kom til landsins með flugi frá Madrid fyrr í mánuðinum. Vísir/JóiK

Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum erlendan karlmann á sextugsaldri sem hafði reynt að smygla um einu kílói af hassi til landsins.

Maðurinn var að koma með flugi frá Madrid og stöðvaði tollgæslan hann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann gekkst við broti sínu þegar í stað. Maðurinn hafði komið hassinu fyrir í um það bil hundrað pakkningum sem hann ýmist var með innvortis eða innan klæða.

Maðurinn var vistaður í fangaklefa á lögreglustöð þar sem hann skilaði af sér pakkningunum sem hann hafði innvortis. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og síðan til að sæta tilkynningaskyldu til 22. nóvember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.