„Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2019 15:37 Sveinn Andri hlær að gagnrýni Skúla Gunnars og segir hana galna. Og hefur ekki þungar áhyggjur af dómi sé féll hvar honum var gert að endurgreiða 100 milljónir króna. „Það er ekkert vandamál. Þá gerir maður það bara,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi spurður um nýjustu tíðindi, þau að honum hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923, um 100 milljónir króna.Og áttu fyrir því?„Að sjálfsögðu á ég fyrir því.“ En, þetta er ekki svo eins einfalt að Sveinn Andri seilist í veski sitt og telji fram hundrað kúlur í beinhörðum seðlum, borgi og búið bless. „Þetta er ekki þannig að dómari sé að hafna því að ég fái borgað. Það eina sem dómarinn er að segja með þessari ákvörðun er að ég hefði sem skiptastjóri átt að bóka það skýrar í fundagerð skiptafundar að ég væri að taka þóknun af eignum búsins jafn harðan. Þar sem það var ekki gert þarf ég að endurgreiða þetta. Svo auðvitað greiði ég mér þóknun. Það blasir við. Það er ekki verið að hafna því að ég fái þóknun heldur að ég geri hitt fyrst,“ segir Sveinn. Hann vill meina að þetta sé einfaldlega svo að dómari telji ekki formsatriði fullnægt.Segir gagnrýni Skúla galna Störf Sveins Andra fyrir þrotabúið hafa verið fjölmiðlamatur ekki síst vegna greinaskrifa Skúla Gunnars Sigfússonar, sem fór fyrir EK1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Skúli Gunnar hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. „Þetta er eins galið og hugsast getur. Í fyrsta lagi er það gagnaðili sem orsakar umtalsverðan kostnað við rekstur búsins. Sjötíu og fimm prósent kröfuhafa hafa staðfest það fyrir sitt leyti að þeir gera engar athugasemdir við kostnað búsins. Þetta eru fyrst og fremst aðilar sem tengjast Skúla, sem er gagnaðili búsins sem svo fara fram.“ Heiðar Ásberg aftan og framan og allt um kring Sveinn Andri segir eitt og annað rannsóknarefni varðandi þetta mál sem flutt verður í Landsrétti í næsta mánuði. Þar mun ráðast hvernig málið; annað hvort fái allir kröfuhafar sínar kröfur uppgreiddar „eða Skúli þarf ekki að borga neitt. Og það er sami lögmaðurinn, Heiðar Ásberg Atlason hjá Logos, sem gætir hagsmuna gagnaðila þrotabúsins og svo þessara kröfuhafa. Það virðist ekki vera vandamál?“ segir Sveinn Andri. Þetta telur lögmaðurinn umhugsunarefni. Jafnvel kómískt og vitnar hendingu eftir Flosa heitinn Ólafsson: „aftan og framan og allt um kring“. Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Það er ekkert vandamál. Þá gerir maður það bara,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi spurður um nýjustu tíðindi, þau að honum hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923, um 100 milljónir króna.Og áttu fyrir því?„Að sjálfsögðu á ég fyrir því.“ En, þetta er ekki svo eins einfalt að Sveinn Andri seilist í veski sitt og telji fram hundrað kúlur í beinhörðum seðlum, borgi og búið bless. „Þetta er ekki þannig að dómari sé að hafna því að ég fái borgað. Það eina sem dómarinn er að segja með þessari ákvörðun er að ég hefði sem skiptastjóri átt að bóka það skýrar í fundagerð skiptafundar að ég væri að taka þóknun af eignum búsins jafn harðan. Þar sem það var ekki gert þarf ég að endurgreiða þetta. Svo auðvitað greiði ég mér þóknun. Það blasir við. Það er ekki verið að hafna því að ég fái þóknun heldur að ég geri hitt fyrst,“ segir Sveinn. Hann vill meina að þetta sé einfaldlega svo að dómari telji ekki formsatriði fullnægt.Segir gagnrýni Skúla galna Störf Sveins Andra fyrir þrotabúið hafa verið fjölmiðlamatur ekki síst vegna greinaskrifa Skúla Gunnars Sigfússonar, sem fór fyrir EK1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Skúli Gunnar hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. „Þetta er eins galið og hugsast getur. Í fyrsta lagi er það gagnaðili sem orsakar umtalsverðan kostnað við rekstur búsins. Sjötíu og fimm prósent kröfuhafa hafa staðfest það fyrir sitt leyti að þeir gera engar athugasemdir við kostnað búsins. Þetta eru fyrst og fremst aðilar sem tengjast Skúla, sem er gagnaðili búsins sem svo fara fram.“ Heiðar Ásberg aftan og framan og allt um kring Sveinn Andri segir eitt og annað rannsóknarefni varðandi þetta mál sem flutt verður í Landsrétti í næsta mánuði. Þar mun ráðast hvernig málið; annað hvort fái allir kröfuhafar sínar kröfur uppgreiddar „eða Skúli þarf ekki að borga neitt. Og það er sami lögmaðurinn, Heiðar Ásberg Atlason hjá Logos, sem gætir hagsmuna gagnaðila þrotabúsins og svo þessara kröfuhafa. Það virðist ekki vera vandamál?“ segir Sveinn Andri. Þetta telur lögmaðurinn umhugsunarefni. Jafnvel kómískt og vitnar hendingu eftir Flosa heitinn Ólafsson: „aftan og framan og allt um kring“.
Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37