Innlent

Hættu að nota einnota plast

Hrund Þórsdóttir skrifar

Einnota plast er áberandi í veitingabransanum en starfsfólki veitingastaðarins Spring í London hefur tekist að losa sig alfarið við það úr rekstrinum.

Verkefnið var krefjandi en með samhentu átaki tókst eigendum og starfsmönnum að finna lausnir. Í stað plastfilmu er notast við margnota lok á matarílát, blýantar leystu penna af hólmi og svo framvegis. Erfitt reyndist að finna klósettpappír án plastumbúða. Á endanum fannst pappír í bambusumbúðum en hann var dýr. Og hver var lausnin? Jú, starfsmenn ákváðu að nota tuskur í stað pappírs til að þurrka á sér hendurnar, til að spara upphæðir á móti dýru bambusumbúðunum.

Átakið nær einnig til birgjanna og berist matvara í einnota plastumbúðum er hún send til baka. Kostnaður við breytingarnar var um 1.200 bresk pund, eða um tvö hundruð þúsund íslenskar krónur. Á móti sparast háar fjárhæðir sem fóru í plastumbúðir og er átakið þegar farið að skila hagnaði.

Aðeins um níu prósent plasts í heiminum er endurunnið svo yfir 90% þess er einnota. Í London einni er á sextánda þúsund veitingastaða og vona starfsmenn og eigendur Spring að fleiri fylgi fordæminu og losi sig við einnota plast úr rekstri sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.