Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar

Grunur leikur á að níu einstaklingar undir þrjátíu ára aldri hafi látist á þessu ári af völdum lyfjaeitrunar. Embætti landlæknis hefur rannsakað þrjátíu og eitt lyfjatengt dauðsfall á árinu, en nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Þar kynnum við okkur líka nýjar tölur um innflutning á amfetamínvökva, sem hefur stóraukist síðustu ár en lagt hefur verið hald á átta sinnum meira magn af vökvanum nú í ár en allt árið 2016.

Þá skoðum við hugbúnað sem lætur tæki og tölvur skilja íslensku, fræðumst um endurlífgunarkennslu sem nú verður skylda í grunnskólum og hittum óperuhundinn Snóker sem elskar að taka lagið. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.