Innlent

Verið að hengja upp jólaskrautið yfir Hverfisgötu

Jakob Bjarnar skrifar
Jólin eru komin á Hverfisgötunni og þykir ýmsum þau heldur snemma á ferðinni þetta árið.
Jólin eru komin á Hverfisgötunni og þykir ýmsum þau heldur snemma á ferðinni þetta árið. visir/birna

Vegfaranda nokkrum var brugðið þar sem hann var að aka niður Hverfisgötuna í Reykjavík. Sá hann hvar búið var að strengja jólaskraut yfir götuna og taldi þetta heldur mikið þjófstart. Fyrir miðju er sjálf Davíðsstjarnan og til hliðar má sjá ljósaskraut.

Er þetta ekki full snemmt? spurði sá og tók fram að ekki væri enn kominn nóvember. Sambærilt ljósaskraut er byrjað að sýna sig á Laugavegi og greinilegt að miðborgin er að gera sig tilbúna í jólin.

Víst er að margur kaupmaðurinn er farinn að hugsa sér gott til glóðarinnar; komandi kauptíðar sem fylgir jólahaldinu. Þannig er jólavarningur kominn upp á borð í Costco og tónlistarmenn eru margir farnir að auglýsa jólatónleika sína af kappi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.