Hreyfing lengir lífið Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 18. október 2019 08:00 Það er mikilvægt að hreyfa sig reglulega á efri árum. NORDICPHOTOS/GETTY Ávinningur eldra fólks af hreyfingu er margs konar. Hreyfing eykur styrk og stuðlar að því að fólk haldi sjálfstæði sínu lengur. Hreyfing bætir jafnvægið og kemur þannig í veg fyrir að fólk detti og beinbrotni. Hreyfing gefur fólki aukna orku, hún léttir lundina og hjálpar gegn þunglyndi og kvíða. Hreyfing getur seinkað eða komið í veg fyrir sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, sykursýki og beinþynningu. Hreyfing getur einnig bætt heilastarfsemina. Hreyfing er í góðu lagi fyrir langflest eldra fólk. Jafnvel fólk með langvinna sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, háan blóðþrýsting, sykursýki og gigt getur stundað æfingar svo lengi sem þær eru miðaðar við getu hvers og eins. Æfingar geta í raun bætt marga þessara sjúkdóma. Fólk ætti þó alltaf að leita ráða hjá lækni sé það óöruggt með að fara af stað. Æfingar geta verið þolæfingar, styrktaræfingar, jafnvægisæfingar og teygjuæfingar. Það er mikilvægt að þjálfa alla þessa þætti. Þolæfingar eru til dæmis göngutúrar, skokk, dans, sund, hjólatúrar, boltaíþróttir, að ganga upp tröppur eða bara garðvinna eins og að slá grasið. Styrktaræfingar geta til dæmis verið að lyfta lóðum, eða nota æfingateygjur til að þjálfa vöðvana. Þá er líka hægt að nota eigin líkamsþyngd við styrktaræfingar eins og þegar gerðar eru armbeygjur og kviðæfingar. Góðar jafnvægisæfingar geta verið að standa á öðrum fæti, ganga eftir línu, eða jóga. Jóga er líka gott til að þjálfa liðleikann en einnig er til ógrynni af góðum teygjuæfingum. Flestar þessar æfingar er hægt að gera heima hjá sér eða úti við í nærumhverfinu svo fólk sem ekki vill stunda líkamsræktarstöðvar ætti ekki að láta það stoppa sig í að stunda reglulega æfingar. Eldra fólk ætti að miða við að stunda miðlungserfiða hreyfingu í að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Hægt er að skipta tímanum upp í tvær til þrjár 10-15 mínútna æfingar yfir daginn. Með því að hreyfa sig lengur eða bæta við erfiðari hreyfingu má bæta heilsuna enn meira, því er ráðlagt að stunda einnig erfiða hreyfingu um það bil tvisvar í viku í tuttugu mínútur til hálftíma í senn. Þó er mikilvægt að ofreyna sig ekki. Þegar fólk er hætt að vinna skapast aukinn tími til líkamsræktar og það er um að gera að nýta hann. Nokkur einföld ráð til að bæta hreyfingu inn í daglega rútínu eru að fara upp tröppurnar í stað þess að nota lyftu. Leggja lengra frá áfangastað en vanalega og ganga. Labba eða hjóla styttri vegalengdir í stað þess að keyra. Ef fólk á hund er kjörið að fara með hann í göngutúra. Svo er hægt að gera léttar æfingar á sama tíma og horft er á sjónvarpið. Æfingar skila aðeins árangri ef þær láta þeim sem stunda þær líða vel. Eldra fólk sem er óvant hreyfingu ætti að byrja rólega og halda sig við hreyfingu sem það er öruggt með. Að byrja hægt kemur í veg fyrir meiðsli. Áður en farið er af stað í mikla reglulega hreyfingu er best að ráðfæra sig við lækni. Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Ávinningur eldra fólks af hreyfingu er margs konar. Hreyfing eykur styrk og stuðlar að því að fólk haldi sjálfstæði sínu lengur. Hreyfing bætir jafnvægið og kemur þannig í veg fyrir að fólk detti og beinbrotni. Hreyfing gefur fólki aukna orku, hún léttir lundina og hjálpar gegn þunglyndi og kvíða. Hreyfing getur seinkað eða komið í veg fyrir sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, sykursýki og beinþynningu. Hreyfing getur einnig bætt heilastarfsemina. Hreyfing er í góðu lagi fyrir langflest eldra fólk. Jafnvel fólk með langvinna sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, háan blóðþrýsting, sykursýki og gigt getur stundað æfingar svo lengi sem þær eru miðaðar við getu hvers og eins. Æfingar geta í raun bætt marga þessara sjúkdóma. Fólk ætti þó alltaf að leita ráða hjá lækni sé það óöruggt með að fara af stað. Æfingar geta verið þolæfingar, styrktaræfingar, jafnvægisæfingar og teygjuæfingar. Það er mikilvægt að þjálfa alla þessa þætti. Þolæfingar eru til dæmis göngutúrar, skokk, dans, sund, hjólatúrar, boltaíþróttir, að ganga upp tröppur eða bara garðvinna eins og að slá grasið. Styrktaræfingar geta til dæmis verið að lyfta lóðum, eða nota æfingateygjur til að þjálfa vöðvana. Þá er líka hægt að nota eigin líkamsþyngd við styrktaræfingar eins og þegar gerðar eru armbeygjur og kviðæfingar. Góðar jafnvægisæfingar geta verið að standa á öðrum fæti, ganga eftir línu, eða jóga. Jóga er líka gott til að þjálfa liðleikann en einnig er til ógrynni af góðum teygjuæfingum. Flestar þessar æfingar er hægt að gera heima hjá sér eða úti við í nærumhverfinu svo fólk sem ekki vill stunda líkamsræktarstöðvar ætti ekki að láta það stoppa sig í að stunda reglulega æfingar. Eldra fólk ætti að miða við að stunda miðlungserfiða hreyfingu í að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Hægt er að skipta tímanum upp í tvær til þrjár 10-15 mínútna æfingar yfir daginn. Með því að hreyfa sig lengur eða bæta við erfiðari hreyfingu má bæta heilsuna enn meira, því er ráðlagt að stunda einnig erfiða hreyfingu um það bil tvisvar í viku í tuttugu mínútur til hálftíma í senn. Þó er mikilvægt að ofreyna sig ekki. Þegar fólk er hætt að vinna skapast aukinn tími til líkamsræktar og það er um að gera að nýta hann. Nokkur einföld ráð til að bæta hreyfingu inn í daglega rútínu eru að fara upp tröppurnar í stað þess að nota lyftu. Leggja lengra frá áfangastað en vanalega og ganga. Labba eða hjóla styttri vegalengdir í stað þess að keyra. Ef fólk á hund er kjörið að fara með hann í göngutúra. Svo er hægt að gera léttar æfingar á sama tíma og horft er á sjónvarpið. Æfingar skila aðeins árangri ef þær láta þeim sem stunda þær líða vel. Eldra fólk sem er óvant hreyfingu ætti að byrja rólega og halda sig við hreyfingu sem það er öruggt með. Að byrja hægt kemur í veg fyrir meiðsli. Áður en farið er af stað í mikla reglulega hreyfingu er best að ráðfæra sig við lækni.
Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira