Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Formaður velferðarnefndar Alþingis segir það áfellisdóm yfir ríkisstjórninni að Ísland skuli í dag hafa verið sett á gráan lista þjóða sem ekki hafi gripið til nægjanlegra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segir þetta vonbrigði en unnið sé að úrbótum þannig að Ísland fari af listanum á næsta ári. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Einnig verður rætt við forsætisráðherra um nýja rannsókn sem sýnir að um áttatíu prósent þingkvenna telja sig hafa orðið fyrir kynbundu ofbeldi. Ráðherra segir niðurstöðuna sláandi og mun beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar.Sakfellt hefur verið í sextán málum af tuttugu og einu þar sem ákært var fyrir nauðgun síðan Landsréttur tók til starfa í fyrra. Prófessor í refsirétti telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.Við verðum einnig í beinni útsendingu með formanni Vinstri Grænna á landsfundi flokksins, fylgjumst með opnun seiðaeldisstöðvar í Tálknafirði og kynnum okkur aðgerðir gegn kanínum í Kjarnaskógi.Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.