Lífið

Fullt út úr dyrum í útgáfuhófi bloggara

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Það var fullt út úr dyrum í útgáfuhófi matarbloggaranna.
Það var fullt út úr dyrum í útgáfuhófi matarbloggaranna. Myndir/Unnur Magna
Bloggararnir María Gomez, Anna Eiríks, Berglind Hreiðars, Hildur Rut, Lólý og Tinna Alavis gáfu í vikunni út bókina Vinsælustu uppskriftirnar frá vinsælustu matarbloggurunum. Útgáfuboðið fyrir bókina fór fram á Pure Delí í Kópavogi og var troðið út úr dyrum, en um 200 manns höfðu boðað komu sína. Myndir frá boðinu voru því merktar á samfélagsmiðlum #stærstaútgáfuboðíslandssögunnar.„Hver og ein fær að vera hún sjálf. Við eigum matarmyndirnar og uppskriftirnar  í okkar kafla, tökum myndirnar sjálfar og skrifum textann,“ sagði María Gomez einn höfundanna í samtali við Vísi fyrr í vikunni. Hún sagði að það sé æðislegt að sjá hvað styrkleikar hverrar og einnar fái að njóta sín í bókinni, hvort sem það eru heilsuuppskriftir eða girnilegar kökur.Í albúminu að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Unnur Magna tók á þessum flotta viðburði:
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.