Lífið

Fullt út úr dyrum í útgáfuhófi bloggara

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Það var fullt út úr dyrum í útgáfuhófi matarbloggaranna.
Það var fullt út úr dyrum í útgáfuhófi matarbloggaranna. Myndir/Unnur Magna

Bloggararnir María Gomez, Anna Eiríks, Berglind Hreiðars, Hildur Rut, Lólý og Tinna Alavis gáfu í vikunni út bókina Vinsælustu uppskriftirnar frá vinsælustu matarbloggurunum. Útgáfuboðið fyrir bókina fór fram á Pure Delí í Kópavogi og var troðið út úr dyrum, en um 200 manns höfðu boðað komu sína. Myndir frá boðinu voru því merktar á samfélagsmiðlum #stærstaútgáfuboðíslandssögunnar.

„Hver og ein fær að vera hún sjálf. Við eigum matarmyndirnar og uppskriftirnar  í okkar kafla, tökum myndirnar sjálfar og skrifum textann,“ sagði María Gomez einn höfundanna í samtali við Vísi fyrr í vikunni. Hún sagði að það sé æðislegt að sjá hvað styrkleikar hverrar og einnar fái að njóta sín í bókinni, hvort sem það eru heilsuuppskriftir eða girnilegar kökur.

Í albúminu að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Unnur Magna tók á þessum flotta viðburði:Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.