Innlent

Læknar vilja banna rafrettur

Davíð Stefánsson skrifar
Landlæknir varar við því að börn noti rafrettur.
Landlæknir varar við því að börn noti rafrettur. vísir/getty

Á aðalfundi Læknafélags Íslands, sem var haldinn á Siglufirði í síðustu viku, var skorað á Alþingi að festa í lög bann við sölu á rafrettum og tengdum varningi.

Alma D. Möller landlæknir varar sterklega við því að börn noti rafrettur, hvaða nöfnum sem þær nefnast. Tæp tíu prósent unglinga í 10. bekk veipi að staðaldri og yfir tuttugu prósent framhaldsskólanema. Umtalsverður hluti notar rafrettur að staðaldri og kannanir gefa til kynna að hlutfall barna sem notar rafrettur hafi farið hratt hækkandi undanfarin ár. Landlæknir hvetur foreldra til að ræða þetta mál við börn sín.

Forvarnardagurinn sem verður í fjórtánda sinn á morgun er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Í ár er forvarnardagurinn í umsjá Embættis landlæknis. Guðni Th. Jóhannesson mun heimsækja skóla og ræðir við nemendur um gildi þess að forðast fíkniefni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.