Innlent

Ökuníðingar réðust á mann og rændu af honum bílnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Atvikið átti sér stað í Grafarholti, hverfi 113.
Atvikið átti sér stað í Grafarholti, hverfi 113. Vísir/vilhelm
Tveir karlmenn og ein kona rændu í gær bíl af manni, réðust á hann, tóku farsíma hans og skildu hann eftir slasaðan á vettvangi í Grafarholti. Lögregla handtók fólkið á sjötta tímanum í gær og er málið til rannsóknar, að því er segir í dagbók lögreglu.

Fólkið er m.a. grunað um rán, þjófnað, nytjastuld bifreiðar, akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, eignaspjöll og að hafa valdið umferðaróhappi og stungið af.

Þá segir í dagbók lögreglu að fólkið hafi ekið bifreiðinni yfir umferðareyjur, móti rauðu ljósi, utan í aðra bifreið, á göngustígum þar sem börn voru nærri og í gegnum garð við íbúðarhús. Þremenningarnir voru vistaðir í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×