Lítur athugasemdir umboðsmanns alvarlegum augum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 12:59 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Mennta- og menningarmálaráðuneytið uppfyllti ekki yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverk sitt með fullnægjandi hætti í þremur málum sem umboðsmaður Alþingis hefur nýlega úrskurðað í. Þá hafa ítrekað orðið tafir á að ráðuneytið svari fyrirspurnum umboðsmanns. Mennta- og menningarmálaráðherra lítur athugasemdirnar alvarlegum augum.Úrskurðirnir þrír voru birtir á vef umboðsmanns í gær. Í einum úrskurðanna kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi ekki farið að lögum þegar kona sem gegndi stöðu prófessors við skólann var áminnt og samið um flutning hennar í starfi.Sjá einnig: Landbúnaðarháskólinn mátti ekki áminna prófessor og flytja hann á HólaAnnað málanna varðar kvörtun móður sem óskaði eftir úrlausn ráðuneytis á athugasemdum við stjórnsýslu grunnskóla sem vörðuðu skólagöngu barna hennar. Þriðja málið varðaði kvörtun yfir afgreiðslu ráðuneytisins á erindi manns sem hafði lýst því að hann væri ósáttur við ákveðin atriði við framkvæmd sveinsprófs í tiltekinni iðngrein. Í öllum tilfellunum kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem á því hvíla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist taka athugasemdir umboðsmanns alvarlega.Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.Fréttablaðið/GVA„Hér í ráðuneytinu erum við í almannaþjónustu og okkur ber að tryggja að öll mál fái rétta stjórnsýslulega meðferð og hér rækir fólk sínar skyldur af alúð. Réttur farvegur fyrir einstök mál er ekki endilega alltaf augljós og þess vegna erum við hér í ráðuneytinu þakklát umboðsmanni Alþingis fyrir þær leiðbeiningar sem okkur berast,“ segir Lilja. Um mitt árið 2018 upplýsti umboðsmaður Lilju um að ítrekað hefðu orðið tafir á að ráðuneytið svaraði fyrirspurnum hans. Þá hafi umboðsmanni einnig borist kvartanir og ábendingar um tafir á meðferð mála og ófullnægjandi svör frá ráðuneyti. Lilja segir að þegar hafi verið brugðist við. „Á tímabili var það mannekla og við höfum bætt það og þess vegna veit ég líka að við erum að sjá árangur vegna þessa og þetta eru eldri mál mörg sem hafa verið að koma hérna inn. En ég veit það líka að við höfum verið að ná árangri á síðustu mánuðum,“ segir Lilja. „En ég vil líka að við gerum enn betur og þess vegna erum við einmitt að, höfum við verið að ráðast í ákveðnar skipulagsbreytingar.“ Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðuneytið uppfyllti ekki yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverk sitt með fullnægjandi hætti í þremur málum sem umboðsmaður Alþingis hefur nýlega úrskurðað í. Þá hafa ítrekað orðið tafir á að ráðuneytið svari fyrirspurnum umboðsmanns. Mennta- og menningarmálaráðherra lítur athugasemdirnar alvarlegum augum.Úrskurðirnir þrír voru birtir á vef umboðsmanns í gær. Í einum úrskurðanna kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi ekki farið að lögum þegar kona sem gegndi stöðu prófessors við skólann var áminnt og samið um flutning hennar í starfi.Sjá einnig: Landbúnaðarháskólinn mátti ekki áminna prófessor og flytja hann á HólaAnnað málanna varðar kvörtun móður sem óskaði eftir úrlausn ráðuneytis á athugasemdum við stjórnsýslu grunnskóla sem vörðuðu skólagöngu barna hennar. Þriðja málið varðaði kvörtun yfir afgreiðslu ráðuneytisins á erindi manns sem hafði lýst því að hann væri ósáttur við ákveðin atriði við framkvæmd sveinsprófs í tiltekinni iðngrein. Í öllum tilfellunum kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem á því hvíla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist taka athugasemdir umboðsmanns alvarlega.Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.Fréttablaðið/GVA„Hér í ráðuneytinu erum við í almannaþjónustu og okkur ber að tryggja að öll mál fái rétta stjórnsýslulega meðferð og hér rækir fólk sínar skyldur af alúð. Réttur farvegur fyrir einstök mál er ekki endilega alltaf augljós og þess vegna erum við hér í ráðuneytinu þakklát umboðsmanni Alþingis fyrir þær leiðbeiningar sem okkur berast,“ segir Lilja. Um mitt árið 2018 upplýsti umboðsmaður Lilju um að ítrekað hefðu orðið tafir á að ráðuneytið svaraði fyrirspurnum hans. Þá hafi umboðsmanni einnig borist kvartanir og ábendingar um tafir á meðferð mála og ófullnægjandi svör frá ráðuneyti. Lilja segir að þegar hafi verið brugðist við. „Á tímabili var það mannekla og við höfum bætt það og þess vegna veit ég líka að við erum að sjá árangur vegna þessa og þetta eru eldri mál mörg sem hafa verið að koma hérna inn. En ég veit það líka að við höfum verið að ná árangri á síðustu mánuðum,“ segir Lilja. „En ég vil líka að við gerum enn betur og þess vegna erum við einmitt að, höfum við verið að ráðast í ákveðnar skipulagsbreytingar.“
Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira