Innlent

Umhverfisáhrif eru hverfandi

Björn Þorfinnsson skrifar
PCC á Bakka.
PCC á Bakka. Fréttablaðið/Auðunn
Allar mælingar umhverfisvöktunar hjá kísilverksmiðjunni PCC á Bakka eru langt undir viðmiðunarmörkum. Þetta kom fram á fjölmennum íbúafundi á Húsavík í vikunni.

Í maí síðastliðnum lak kísilryk út í læk og sjó. Að auki hafa tvö önnur frávik átt sér stað síðan starfsleyfi var gefið út í fyrra. Öll frávikin eru skilgreind sem minniháttar og þeim hefur verið lokað.

„Það er mat sérfræðinga að áhrif verksmiðjunnar á umhverfið séu óveruleg. Samkvæmt öllum mælikvörðum erum við að standa okkur vel,“ segir Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC.




Tengdar fréttir

Annað slys í kísilveri PCC

Starfsmaður PCC-kísilversins á Bakka slasaðist í síðasta mánuði þegar hann fékk í sig skot úr byssu sem er notuð til að losa þrýsting úr bræðsluofnum verksmiðjunnar.

PCC gæti þurft fimm milljarða innspýtingu

Hluthafar kísilversins á Bakka kanna fjármögnunarleiðir til að bæta fjárhagsstöðuna. Leitað til íslenskra lífeyrissjóða um að leggja til frekara fjármagn ásamt þýska fyrirtækinu PCC SE.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×