Innlent

Tveir handteknir í aðgerð sem sérsveitin tók þátt í

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá vettvangi aðgerðarinnar í dag.
Frá vettvangi aðgerðarinnar í dag. Vísir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra handtók tvo menn eftir að tilkynning barst um skotvopn í húsi í austurborginni síðdegis í dag. Lagt var hald á skotvopn en þau reyndust vera eftirlíking. Lögreglumenn sáust leita í bílum við hús í Síðumúla nú síðdegis.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið. Fréttamaður Vísis sem var við vettvang aðgerðarinnar í Síðumúla sá lögreglumenn og hunda við byggingu þar. Lögreglumennirnir leituðu meðal annars í bílum á planinu fyrir utan, þar á meðal fyrirtækjabílum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.