Rignir duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2019 08:11 Veðrið hefur ekki leikið við íbúa á suðvesturhorninu og Suðurlandi síðustu daga. Vísir/vilhelm Mikillar úrkomu er að vænta á suður- og suðvestur helmingi landsins í dag. Þannig mun rigna ansi duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi en seinnipartinn lægir mikið og styttir upp, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Ofsaveður hefur geisað á Suður- og Suðvesturlandi síðan í gær og hafði til að mynda mikil áhrif á flugsamgöngur. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að einkum megi búast við úrkomu við jöklana. „Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum á þeim svæðum í dag. Ferðamenn eru hvattir til að sýna aðgát við óbrúaðar ár, þá sérstaklega í grennd við Þórsmörk. Á suðausturhelmingi landsins má búast við vatnavöxtum fram á sunnudagseftirmiðdag.“ Þá eru gular viðvaranir Veðurstofu Íslands á Suðurlandi og Faxaflóa í gildi fram eftir morgni en búast má við hviðum yfir 35 m/s á þeim svæðum.Trampólín á akbraut Icelandair og fleiri flugfélög aflýstu öllum flugferðum sínum til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna veðurs. Þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum, þar sem ekki var hægt að nota landgöngubrýr. Samkvæmt flugáætlun á vef Isavia hafa flugvélar tekið af stað frá Keflavíkurflugvelli nú á áttunda tímanum í morgun eftir röskun gærdagsins. Engar komur eru hins vegar áætlaðar fyrr en á ellefta tímanum. Þá sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjölda útkalla vegna veðurs í gærkvöldi. Flest útköllin sneru að þakplötum og byggingarefni sem fauk í hvassviðrinu en í einu tilviki hafði trampólín fokið inn á akbraut á Grensásvegi. Áætlað er að veðrið gangi að mestu niður í kvöld og á sunnudag, sem verður fremur rólegur. Um kvöldið má þó búast við vaxandi austanátt og á mánudag fer að rigna suðaustan og austanlands í allhvassri austan- og norðaustanátt. „Fremur milt eins og oft vill vera þegar lægðir koma úr suðvestri og dæla til okkar mildu lofti ættuðu langt sunnan úr höfum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Austan og norðaustan 10-18, en 18-23 við suðurströndina fram eftir morgni. Talsverð rigning SA- og A-lands en dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 7 til 12 stig.Á þriðjudag:Norðaustan 8-15 og rigning, en að mestu þurrt SV- og V-lands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast sunnan heiða.Á miðvikudag og fimmtudag:Norðaustanátt og dálítil rigning N- og A-lands, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi.Á föstudag:Norðaustanátt og dálítil væta, en þurrt og bjart veður á S- og V-landi. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst. Veður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Mikillar úrkomu er að vænta á suður- og suðvestur helmingi landsins í dag. Þannig mun rigna ansi duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi en seinnipartinn lægir mikið og styttir upp, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Ofsaveður hefur geisað á Suður- og Suðvesturlandi síðan í gær og hafði til að mynda mikil áhrif á flugsamgöngur. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að einkum megi búast við úrkomu við jöklana. „Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum á þeim svæðum í dag. Ferðamenn eru hvattir til að sýna aðgát við óbrúaðar ár, þá sérstaklega í grennd við Þórsmörk. Á suðausturhelmingi landsins má búast við vatnavöxtum fram á sunnudagseftirmiðdag.“ Þá eru gular viðvaranir Veðurstofu Íslands á Suðurlandi og Faxaflóa í gildi fram eftir morgni en búast má við hviðum yfir 35 m/s á þeim svæðum.Trampólín á akbraut Icelandair og fleiri flugfélög aflýstu öllum flugferðum sínum til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna veðurs. Þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum, þar sem ekki var hægt að nota landgöngubrýr. Samkvæmt flugáætlun á vef Isavia hafa flugvélar tekið af stað frá Keflavíkurflugvelli nú á áttunda tímanum í morgun eftir röskun gærdagsins. Engar komur eru hins vegar áætlaðar fyrr en á ellefta tímanum. Þá sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjölda útkalla vegna veðurs í gærkvöldi. Flest útköllin sneru að þakplötum og byggingarefni sem fauk í hvassviðrinu en í einu tilviki hafði trampólín fokið inn á akbraut á Grensásvegi. Áætlað er að veðrið gangi að mestu niður í kvöld og á sunnudag, sem verður fremur rólegur. Um kvöldið má þó búast við vaxandi austanátt og á mánudag fer að rigna suðaustan og austanlands í allhvassri austan- og norðaustanátt. „Fremur milt eins og oft vill vera þegar lægðir koma úr suðvestri og dæla til okkar mildu lofti ættuðu langt sunnan úr höfum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Austan og norðaustan 10-18, en 18-23 við suðurströndina fram eftir morgni. Talsverð rigning SA- og A-lands en dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 7 til 12 stig.Á þriðjudag:Norðaustan 8-15 og rigning, en að mestu þurrt SV- og V-lands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast sunnan heiða.Á miðvikudag og fimmtudag:Norðaustanátt og dálítil rigning N- og A-lands, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi.Á föstudag:Norðaustanátt og dálítil væta, en þurrt og bjart veður á S- og V-landi. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.
Veður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira